Íslenskur stjörnufans á Tenerife

Það ríkir stuð og stemning!
Það ríkir stuð og stemning! Samsett mynd

Það eru fleiri en tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld sem kvöddu kuldann og stungu af í sólina, en það er sannkallaður íslenskur stjörnufans á ströndum Tenerife um þessar mundir.

Heilsumarkþjálfinn Bryndís Hera Gísladóttir, gjarnan kölluð Hera, og góðvinkona hennar, Guðríður Jónsdóttir snyrtifræðingur flugu á vit ævintýranna á uppáhaldsstað Íslendinga, enda hafa veðurhorfur á gamla góða Íslandi ekki verið með allra besta móti upp á síðkastið. 

Stöllurnar eru staddar á Tenerife ásamt sambýlismönnum sínum, Ásgeiri Kolbeinssyni athafnamanni og Agli Einarssyni þjálfara. Börn Gurrýjar og Egils eru einnig með í för. 

Báðar hafa þær birt myndir frá sólríku eyjunni á Instagram og er greinilegt að hópurinn sé að njóta sín vel. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert