Fyrstu vikurnar af brjóstagjöf tóku á

Þórunn eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun september 2018.
Þórunn eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun september 2018. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Bloggarinn og áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári síðan. Í tilefni af brjóstagjafarviku deilir hún sinni brjóstagjafarsögu

„Ahh hér er ég komin, með kannski aðeins annan tilgang en áður. Eins og þið vitið er ég ótrúlega upptekin af því að vera mamma. Já bara mamma. Uppáhalds hlutverkið mitt í heiminum og ekki datt mér í hug að mér þætti þetta svona skemmtilegt. Alls ekki bara skemmtilegt samt, líka krefjandi og erfitt. Það er tilviljun að nú stendur yfir alþjóðleg brjóstagjafavika og ég ætla að segja ykkur okkar sögu og hvernig allt hefur gengið. Ég veit að þetta er alls ekki raunin fyrir allar konur hvort sem að þær reyni og það gangi ekki upp eða vilji ekki gefa brjóst þá ber ég fulla virðingu fyrir þeirra ákvörðunum en þetta er okkar saga. Ég lýt upp til allra mæðra hvernig sem þær ákveða að næra börnin sín. Áður en Erika fæddist var ég staðráðin í að hún yrði á brjósti. Örugglega eins og svo margar mömmur. Sjálf var ég mjög lengi á brjósti og mamma mín brjóstagjafarráðgjafi. Ég er alin upp í umhverfi þar sem brjóstagjöf er hinn eðlilegasti hlutur. Ég hugsaði samt alls ekki mikið um þetta á meðgöngu og kynnti mér málefnið sama og ekkert. Mér fannst duga að hlusta á mömmu og vissi að ég hefði allan þann stuðning sem ég þyrfti. Hélt að ég þyrfti ekkert námskeið eða frekari fræðslu. Ég byrjaði held ég á einni bók um brjóstagjöf og gafst upp snemma. Fyrir mér átti brjóstagjöf að koma svo náttúrulega og ég væri örugglega fullkomin í þetta hlutverk. Ég þekkti flest öll heiti á öllu og vissi af öllum hjálpartækjum sem konur þurfa mögulega við brjóstagjöf. Sem hefur reynst mér einstaklega vel.

Fjölskyldan á skírnardag Eriku Önnu.
Fjölskyldan á skírnardag Eriku Önnu. skjáskot/Instagram

Erika er fædd 3940 gr og 54,5 cm 9. september 2018. Eftir erfiða og langa fæðingu sem þið getið lesið um hér, var það fyrsta sem Erika gerði var að taka brjóstið. Festi sig og mig minnir að hún hafi legið þar í góðan klukkutíma. Ég hafði lekið mikið á meðgöngunni og var aðeins búin að koma framleiðslunni af stað með því að pumpa aðeins brodd framan af og frysti. Það bjargaði mér þegar við fórum heim með hana daginn eftir þar sem hún orgaði af svengd þar sem mjólkurframleiðslan var ekki alveg komin nógu mikið af stað og við gátum gefið henni með teskeið. Ég mun aldrei gleyma þessu augnabliki. Við stóðum inn í eldhúsi nýbakaðar foreldrarnir og vissum í alvörunni ekkert í okkar haus. Klukkan var orðin margt og hún orgaði af hungri og mér reyndist erfitt að koma henni á brjóstið. Ég veit ekki hvernig nóttin hefði orðið hefði við ekki náð að að gefa henni smá aukalega. Næstu dagar fóru síðan í að mastera brjóstagjöfina og komumst við mæðgur í góðan takt innan örfárra vikna. Við nutum þess heima fyrstu mánuðina og gerðum fátt annað en að liggja upp í sófa. Þessar fyrstu vikur voru alls ekki sársaukalausar en ég grét stundum af sársauka þegar hún tók brjóstið og við vorum frekar lengi að ná réttu handtökunum. Þegar allt var orðið eðlilegt lá Erika á brjóstinu allan liðlangan daginn og svaf lengri dúra á nóttunni með góðum sjússum. Mig hafði aldrei grunað að hún myndi liggja svona mikið á brjósti. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem tæki bara 20-30 mínútur og svo ekkert meir í 2-3 tíma. En ekki að hún væri að drekka/sofa í stundum 3-4 klukkustundir samfleytt. Hún þyngdist vel og hratt fyrstu mánuðina enda var nóg að fá því það var svoleiðis búið að örva framleiðsluna. Ef ekki alltof mikið.

Mitt helsta vandamál í brjóstagjöf hefur verið offramleiðsla. Komst að því miklu seinna að konur sem offramleiða komast í jafnvægi miklu miklu seinna en aðrar konur og oft þurfti ég að tappa af, pumpa og losa til að forðast stíflur eftir að hún drakk. Ég held ég sé búin að ganga í gegnum yfir 20 brjóstastíflur og sumar hafa endað með sýkingu og miklum veikindum. Þær mömmur sem þekkja magn sem ungbörn drekka þá gat ég stundum pumpað 120 ml eftir að hún drakk í 20 mínútur. Þetta var ekki sársaukalaust en loksins datt þetta í jafnvægi um áramót og þá hún alveg að verða 4 mánaða. Þvílíkt og annað eins sjokk, ég hélt að ég væri að missa framleiðsluna niður og greindi sjálfa mig með “mjólkurkvíða”. Fyrir móður með yfirfull brjóst alltaf að finna mjúk og lin brjóstin þá bara trúði ég ekki að þar væri einhverja mjólk að finna. Tíminn hefur liðið og við í fullkomnu jafnvægi saman í dag og njótum við þessa tíma örugglega meira í dag heldur en við gerðum fyrst í byrjun. Hingað erum við komnar, 11 mánuðir liðnir og litla kellingin mín bráðum að vera eins árs. EINS ÁRS! Ég trúi þessu ekki. Þvílík og önnur eins vinna sem hefur farið í að “búa til” þennan litla einstakling en vá, að sjá hana vaxa, dafna og þroskast er ævintýri líkast. Þetta ferðalag ekki verið auðvelt bæði andlega og líkamlega en dýrmætt er það. Ég hlakka bara til framhaldsins og ég vona að fleiri þarna úti eigi jafn jákvæða upplifun og ég þó að þetta sé aldrei hnökralaust.“

View this post on Instagram

Lítilsháttar væta fram yfir hádegi á Suðurlandi 🌦

A post shared by T H O R U N N I V A R S (@thorunnivars) on Jul 9, 2019 at 2:10am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka