Fimm ráð til að auka frjósemi

Aðeins eitt prósent af sáðfrumum komast að egginu
Aðeins eitt prósent af sáðfrumum komast að egginu Unsplash/DainisGraceris

Það verða þungaður getur verið erfiðara en sumir áætla í byrjun. Pör gætu þurft aðstoð tækninar. Frjósemislæknirinn Dr. Micheal Eisenberg segir í viðtali við Mirror að það séu nokkur atriði tengd lífstíl verðandi foreldra sem getur hefur áhrif á frjósemi þeirra. Frjósemisvandamál vekja oft upp pirring, sorg og kvíða en það er algengt að það taki tíma að búa til barn.

Aldur hefur mikið að segja með frjósemi en konur eru farnar að eignast börn seinna á lífsleiðinni en þær gerðu áður. Þegar fólk hefur náð 30 ára aldri fara gæði sæðis og eggja að minnka. Þú getur breytt lífstílnum þínum til að auka líkur á því að verða ólétt.

Stundið kynlíf annan hvorn dag 

Það að reyna að búa til barn getur dregið úr þeirri gleði og skemmtun sem kynlíf getur veitt. Reynið af bestu getu að gera kynlíf ekki að skylduverkefni. Því oftar sem þið stundið kynlíf því líklegra er að verða þunguð. 

Passið hvað þið borðið 

Forðist skyndibitamat. Slæmar transfitur geta dregið úr fjölda sæðisfrumna og geta valdið því að konur skorti næringarefni sem ýta undir frjósemi. Borðið mat sem er ríkur af ómega-3, grænmeti, heilhveiti, járn og mjólkurvörur. Þessi fæða hefur verið tengd við hærri líkur á þungun. 

Hjálpið fleiri sæðisfrumum að ná til eggsins

Það eru ýmsar leiðir til að koma sem flestum sæðisfrumum upp leggöngin og mögulegt er. Það eru ýmsar stellingar og aðferðir sem hægt er að nota. Staðreyndin er þó sú að eins eitt prósent af öllum sáðfrumum ná að egginu en það þarf aðeins eina frumu til að frjóvga það. 

Passið sleipiefnið

Þegar fólk er að reyna að eignast barn stundar það oft kynlíf og þá gæti verið þægilegt að nota sleipiefni. Sleipiefni hægir á sáðfrumum. Notið frekar náttúrulega sleipigjafa.

Minnkið streitu 

Stress hefur áhrif á svæði í heilanum sem stjórnar hormónum og tíðahring. Ef streitan er mikil getur það haft þær afleiðingar að konan fái egglos sjaldnar eða jafnvel hindrað það.

Það er talað um að ef fólk sé búið að reyna að eignast barn í meira en eitt ár, að það gæti glímt við frjósemisvanda. Hafið samband við ykkar lækni um hvað sé best að gera næst ef þið eruð í þeirri stöðu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert