Varð ófrísk 53 ára eftir hafa reynt í 25 ár

Ljósmynd/Pexels/Sergey Makashin

Helen Dalglish frá Glasgow í Skotlandi fékk langþráðan draum sinn uppfylltan þegar hún varð móðir í fyrsta sinn 53 ára að aldri. Hún hafði reynt að verða ófrísk í 25 ár og farið í ótal margar misheppnaðar tæknifrjóvganir sem kostuðu hana rúmlega 17,5 milljónir.

Hún byrjaði fyrst að reyna að eignast barn þegar hún var 28 ára og bjó á Kýpur með þáverandi eiginmanni sínum. Eftir að þau fluttu aftur til Skotlands voru þau greind með „óútskýrða ófrjósemi“.

Fyrrverandi hjónin fengu eina umferð af ókeypis glasafrjóvgun áður en þau fóru í frekari meðferðir sem enduðu á að kosta rúmlega 17,5 milljónir. 

Ákvað að gefast ekki upp

Þrátt fyrir ótal misheppnaðar glasafrjóvganir, þrjú átakanleg fósturlát og gjafaegg ákvað Dalglish að gefast ekki upp. Það var svo ekki fyrr en hún flutti aftur til Kýpur með núverandi maka sínum sem draumurinn rættist loksins.

Eftir að hafa farið í meðferð í frjósemismiðstöð þar í landi varð Dalglish agndofa þegar hún komst að því að hún væri ófrísk eftir aðra tilraun þeirra. Þrátt fyrir erfiða meðgöngu þar sem hún fékk sykursýki og meðgöngueitrun fæddi hún heilbrigða stúlku í september 2022.

„Þegar við komum heim af spítalanum fór ég að gráta. Mér leið eins og 25 ár af sorg hafi reynt að flýja líkamann á augnabliki þar sem ég bjóst ekki við þessu. Þetta er algjört himnaríki. Hún virðist hin rólegasta og er afslappað og hamingjusamt barn. Það er næstum eins og ég hafi beðið svo lengi og nú er verið að dekra mig,“ sagði hún í samtali við The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert