Birkir og Sophie eiga von á barni

Birkir Bjarnason og Sophie Gordon eiga von á barni.
Birkir Bjarnason og Sophie Gordon eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn Birkir Bjarnason og franska fyrirsætan Sophie Gordon eiga von á barni. Þetta er fyrsta barn parsins saman. 

Tilkynntu þau um óléttuna á Instagram í gær en litli erfinginn er væntanlegur í mars á næsta ári. 

Parið býr um þessar mundir á Ítalíu og spilar Birkir þar með liðinu Brescia. 

mbl.is
Loka