„Hoppandi vitlaus" út í fjölskylduna

Stanley Ho á góðri stundu fyrir nokkrum árum.
Stanley Ho á góðri stundu fyrir nokkrum árum.

Stanley Ho, 89 ára gamall milljarðamæringur sem breytti Macau úr fámennu og rólegu samfélagi í fjárhættuspilahöfuðborg Asíu, ásakar nú fjölskyldu sína um að reyna að ræna sig auðæfunum.

Ekki ræðst Ho á garðinn þar sem hann er lægstur með því að efna til deilna við afkomendur sína, enda á hann sautján börn með fjórum konum. Deilurnar snúast um auðæfi sem nema um þremur milljörðum dollara.

Lögfræðingur Hos, Gordon Oldham, segir að nokkur af börnum hans hafi með sviksamlegum hætti misfarið með stærsta fyrirtækið hans og að Ho sé af þeim sökum ,,hoppandi vitlaus” af reiði. ,,Þau hafa tvo sólarhringa til að koma að borðinu og ræða við okkur. Annars förum við í mál,” segir lögfræðingurinn. Fyrirtækið sem um ræðir tók fjóra áratugi að byggja upp í það sem það er í dag.

„Ho sagði við mig í morgun: Segðu öllum að þetta hafi verið rán,” segir Oldham við AFP.

En börn Hos svara fyrir sig og segja að hann hafi verið fyllilega meðvitaður um samning þess efnis að veldinu yrði skipt upp á milli afkomenda hans. Þau hóta að grípa til lögsókna á móti honum.

Ho er litrík persóna. Hann var á árum áður þekktur sem mikill dansari og vakti athygli fyrir glaumgosalífstíl sinn. Hann var lagður inn á spítala árið 2009 án tilgreindrar ástæðu, en sagan segir að hann hafi dottið heima hjá sér og hlotið heilaskaða. Eftir það fóru að koma upp deilur við ættingja, meðal annars við systur hans, Winnie að nafni.

Í gær var tilkynnt til kauphallarinnar í Hong Kong að Ho hefði látið hlut sinn í fyrirtækinu, SJM, af hendi til fjölskyldna annarrar og þriðju eiginkonu sinnar. En Oldham segir hins vegar að Ho hafi alltaf viljað að þessu yrði skipt jafnt á milli allra fjölskyldnanna. Fyrrnefndar fjölskyldur séu að reyna að hlaupast á brott með „krúnudjásnin”.

Ho hefur lengi verið umdeildur maður. Fyrst auðgaðist hann á því að smygla lúxusvarningi yfir landamæri Kína frá Macau, sem þá var portúgölsk nýlenda, í seinni heimsstyrjöldinni á meðan Macau var undir yfirráðum Japana. Hann hefur margsinnis verið sakaður um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í borginni.

Macau komst aftur undir stjórn Kína árið 1999 og er eina borgin í landinu sem leyfir fjárhættuspil. Á síðasta ári voru tekjur af þeirri starfsemi 23,5 milljarðar dollara, eða fjórum sinnum meira en það sem spilavítin í Las Vegas þénuðu á sama tíma.

Ho var með einkaleyfi á spilavítum í Macau frá sjöunda áratugnum fram til 2002, þegar stjórnvöld veittu fleiri fyrirtækjum leyfi, þar á meðal sumum af stóru spilavítunum í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka