„Ég get ekki beðið eftir að túlka þessa mögnuðu konu“

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum Ellyjar …
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum Ellyjar Vilhjálms og Ragga Bjarna í söngleiknum Elly. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra Sigurðardótttir aftur á Stóra svið Borgarleikhússins sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar.

Elly, sem var frumsýnd þann 18. mars 2017 á Nýja sviði Borgarleikhússins, var sýnd 220 sinnum, sló öll met og hætti fyrir fullu húsi. Alls voru rúmlega 104 þúsund manns sem sáu sýninguna. 

Katrín Halldóra segist vart geta beðið eftir því að stíga inn í hlutverk Ellyjar á ný. 

„Þetta er einstakt tækifæri“

„Síðustu fimm árin hef ég í hverri viku verið spurð að því hvenær við ætlum að setja Elly aftur upp. Ýmist af fólki sem kom nokkrum sinnum á sýninguna og myndi vilja sjá hana enn og aftur eða af  þeim sem misstu af en myndu vilja fá tækifæri til að koma.

Nú er loksins komið að því aftur, fimm árum og tveimur börnum síðar. Svo nú er lag að ná sér í miða í tæka tíð, þeir sem vilja ekki missa af í þetta skiptið.

Ég get ekki beðið eftir að stíga inn í hlutverk Ellyjar á nýjan leik, túlka þessa mögnuðu konu og syngja öll þessi dásamlega fallegu lög. Fá áhorfendur aftur til okkar í ferðalagið aftur í tímann og ég tala nú ekki um að fá að vera aftur með öllu þessu dásamlega fólki á sviðinu. Þetta er einstakt tækifæri,“ segir Katrín Halldóra, en allt upprunalega teymið snýr aftur. 

Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, best þekkt undir listamannsnafninu Elly Vilhjálms, bjó yfir óræðri dulúð og töfraði áhorfendur með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Sama má segja um Katrínu Halldóru, enda er hún óumdeilanlega lík Elly. 

Katrín Halldóra og Elly Vilhjálms.
Katrín Halldóra og Elly Vilhjálms. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg