Slær í gegn í sænsku stjörnuleitinni

Bragi Bergsson er einn af fimm keppendum sem eftir eru …
Bragi Bergsson er einn af fimm keppendum sem eftir eru í sænsku stjörnuleitinni. Ljósmynd/Aðsend

Hinn 25 ára Bragi Bergsson er rísandi stjarna í Svíþjóð en hann hefur slegið í gegn í sænsku stjörnuleitinni, Idol, og er einn fimm keppenda sem eftir standa af þeim 15 þúsund sem hófu leika.

Bragi stígur á svið annað kvöld og geta Íslendingar horft …
Bragi stígur á svið annað kvöld og geta Íslendingar horft á hann í opinni dagskrá í sænska sjónvarpinu. Ljósmynd/Aðsend

„Á Íslandi er ég kallaður Svíinn en í Svíþjóð er ég kallaður Íslendingurinn okkar. Þetta er dálítið fyndið,“ segir Bragi sem hefur búið í Svíþjóð mestallt sitt líf. Hann hefur þó verið mikið á Íslandi á sumrin og spilaði hann m.a. fótbolta með ÍBV árin 2013 og 2014 og síðar með Fylki. „Ég er fæddur í Reykjavík en fjölskyldan flutti út þegar ég var eins árs. Pabbi er læknir og mamma var á leiðinni í nám. Þau ætluðu bara að vera í nokkur ár en búa hérna enn, og ég líka,“ segir hann léttur.

Bragi stígur á svið annað kvöld og flytur þá tvö lög. „Fyrst eigum við að taka sænskt lag sem hefur náð vinsældum í útlöndum. Ég tek Save Tonight með Eagle-Eye Cherry. Síðan eigum við að taka kærleikslög og ég tek All of Me með John Legend,“ segir Bragi en keppendurnir eiga að syngja til einhvers sérstaks. „Ég syng fyrir fjölskyldu sem bjó í Svíþjóð nálægt okkur. Hjón sem voru aðeins eldri en foreldrar mínir, ég kallaði þau ömmu og afa og gisti oft hjá þeim. Þau eru flutt til Íslands og hann er orðinn veikur. Ég ætla að syngja til þeirra,“ segir Bragi.

Bragi segist hafa sungið mikið þegar hann var yngri en hafi þótt það pínlegt vegna stríðni svo hann hætti því. Hann segir jákvætt að fleiri ungir strákar séu farnir að syngja í dag en þegar hann var yngri. „Núna ákvað ég að gera þetta almennilega,“ segir Bragi. Hægt verður að fylgjast með honum í opinni dagskrá klukkan sjö að íslenskum tíma annað kvöld á slóðinni Tv4play.se.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir