Páll Óskar frestar afmælistónleikum

Páll Óskar segist ekki vilja stefna fólki í hættulegar aðstæður.
Páll Óskar segist ekki vilja stefna fólki í hættulegar aðstæður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta 50 ára afmælistónleikunum sínum sem áttu að fara fram í Háskólabíói um næstu helgi, vegna kórónuveirunnar. Hann greinir frá þessu á facebooksíðu sinni, en ákvörðunin er tekin í samráði við RIGG-viðburði sem standa að tónleikunum.

Hann segist ekki vilja stefna áhorfendum í aðstæður sem gætu reynst þeim sjálfum eða þeirra nánustu skaðlegar eða hættulegar. Óbærilegt sé að vinna að svona risatónleikum með óvissu um samkomubann yfirvofandi. Nánast uppselt er á alla þrenna tónleikana.

„Þetta eru gleði-tónleikar og ég vil frekar telja í þegar hættan er liðin hjá. Þá verður líka helmingi meira gaman og rík ástæða til að fagna,“ segir Páll Óskar í færslu sinni, en hann stefnir á að halda tónleikana í september eða október.

Þeir sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft samband við miðasöluna, en hinir sem vilja halda miðunum þurfa ekki að gera neitt og halda sínum upprunalegu sætum þegar tónleikarnir fara fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka