Sungið og dansað allt árið

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla …
Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði í þessu fornfræga húsi en á kvöldin færist fjör í leikinn. Þá stígur hljómsveitin Honký Tonks á svið öll kvöld, gestir syngja með og þegar ákefðin er mest stekkur fólk fram á gólfið og dansar af innlifun. Hver með sínum hætti. Hús Máls og mennningar hýsti áður rótgróna bókabúð en er nú menningarhús í víðum skilningi.

Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld.
Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Garðar Kjartansson eigandi staðarins er búinn að vera í veitingageiranum í 25 ár. Hann hóf rekstur undir breyttum formerkjum fyrir þremur árum. Bækurnar eru allt um kring og veita hlýlega stemmningu sem minna á liðinn tíma. Alls eru 50 þúsund bækur á staðnum og hafa sennilega aldrei verið fleiri. Garðar man tímana tvenna og segir að mikil breyting hafi átt sér stað í miðborginni. Íslendingar sjáist vart á Laugaveginum að degi til, þeir mæti hins vegar í miðborgina þegar nóttin skellur á.

„Ég er á markaði sem telur tvær milljónir ferðamanna en ekki 350 þúsund Íslendinga. Þess vegna get ég haft opið alla daga og stuð öll kvöld,“ segir Garðar. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Mundu að hrapa ekki að álitinu. Hafðu heimspekina og kímnigáfuna innan seilingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Mundu að hrapa ekki að álitinu. Hafðu heimspekina og kímnigáfuna innan seilingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir