„Kraftaverk að við fundum hvor aðra“

Barbara Hannigan á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrr í vikunni.
Barbara Hannigan á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrr í vikunni. mbl.is/Hákon

„Við létum þetta einfaldlega ganga upp. Þótt það væri enginn tími þá fundum við hann samt. Og ég er svo glöð að það tókst,“ segir hin kanadíska Barbara Hannigan, hljómsveitarstjóri og sópransöngkona sem kom fram við mikinn fögnuð á Listahátíð í Reykjavík í fyrra.

Hún snýr nú aftur til landsins til þess að vinna enn á ný með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau munu halda tvenna tónleika; í Hörpu í kvöld, 15. júní, og í Hofi á Akureyri annað kvöld, 16. júní.

Kraftaverk að ná saman

„Ég byrja tónleikana með heimsfrumflutningi á verki íranska tónskáldsins Golfam Khayam sem ég hitti í fyrsta skipti í desember, bara yfir netið. Við létum verða af þessari pöntun með ótrúlega litlum fyrirvara. Bæði vegna þess hve aðkallandi staðan í Íran er, en líka vegna þess hve aðkallandi það var fyrir okkur sem listamenn að fá að vinna saman,“ segir Hannigan.

„Heimur klassískrar tónlistar hreyfist venjulega mjög hægt en það er ekki einu sinni liðið hálft ár síðan við byrjuðum að ræða þetta þar til komið er að heimsfrumflutningi.“

Verk Khayam ber titilinn I am not a tale to be told og byggist á ljóði eftir íranskt skáld sem þær Hannigan völdu í sameiningu. 

„Það er kraftaverk að við Golfan höfum fundið hvor aðra í þessum heimi, að hún hafi haft hugrekki til þess að hafa samband og að hún hafi gert það á hinu fullkomna augnabliki.“

Hannigan segir stuðning Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fleiri hljómsveita sem voru með í að panta verkið skipta miklu máli, og ekki síður hlutverk hljómsveitarmeðlima Sinfóníunnar. „Þau eru hinn fullkomni hópur til að flytja verkið því það búa töfrar í þeim.“

Viðtal við Barböru Hannigan má finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir