Voru stressaðar fyrir endurkomunni

Þær Steinunn Camilla, Alma, Klara og Emelía Björg í Nylon …
Þær Steinunn Camilla, Alma, Klara og Emelía Björg í Nylon hafa engu gleymt. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Stúlknasveitin Nylon steig á svið í fyrsta sinn í 17 á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt í gær við mikinn fögnun viðstaddra, en á sviðinu frumflutti sveitin meðal annars glænýtt lag. Steinunn Camilla Sigurðardóttir, ein Nylonstúlknanna, segir Nylon enn skipa stóran sess í lífi þeirra allra. 

Komu síðast fram árið 2007

Hljómsveitina Nylon skipa þær Steinunn Camilla Sigurðardóttir, Alma Guðmundsdóttir, Klara Elíasdóttir og Emelía Björg Óskarsdóttir, en sveitin skaust hratt upp á stjörnuhimininn með laginu Lög unga fólksins fyrir tæpum tuttugu árum síðan. 

Steinunn Camilla Sigurðardóttir, meðlimur Nylon, segir vöðvaminnið hafa tekið yfir er hljómsveitin steig á svið fyrir framan þúsundir manna við Arnarhól í gær. 

Þetta var svo óeðlilega eðlilegt,“ segir Steinunn, spurð um endurfundi sveitarinnar. „Við hittumst aftur í fyrsta skipti og mundum allar raddanir, öll lög og alla texta. Þetta var eins og við hefðum aldrei gert neitt annað,“ bætir hún við, en sveitin kom síðast fram árið 2007. 

Gátu ekki hætt að brosa

Steinunn segir hljómsveitina hafa fundið fyrir stressi þegar kom að því að stíga á svið í gær, en þó hafi gleðin ráðið ríkjum. 

Að sögn Steinunnar var gleðin allsráðandi og gátu vinkonurnar ekki …
Að sögn Steinunnar var gleðin allsráðandi og gátu vinkonurnar ekki hætt að brosa á meðan tónleikunum stóð. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

„Við fundum alveg fyrir stressi en gátum samt ekki hætt að brosa – okkur var öllum orðið illt í andlitinu í lok kvölds eftir að hafa brosað svona mikið,“ segir Steinunn sem kveðst enn vera í spennufalli eftir tónleikana. 

„Þetta var svolítið óraunverulegt og við erum ennþá að reyna að ná okkur niður. Okkur langaði að gera þetta fyrir okkur en þetta varð einhvern veginn ennþá stærra þegar við fundum að aðrir voru með okkur líka,“ segir Steinunn.  

Einu sinni enn 

Á sviðinu við Arnarhól flutti Nylon glænýtt lag. Lagið heitir Einu sinni enn og leit það dagsins ljós eftir heimsókn Klöru til Ölmu í Los Angeles. 

„Það stóð aldrei til að semja lag, en svo var Klara í vinnuferð í Los Angeles og fór í heimsókn til Ölmu. Þetta var svona smá djók hjá þeim fyrst en svo leiddi eitt af öðru, laglínan kom saman og úr varð gullfallegur texti sem fangaði vel hvað við vorum að hugsa,“ segir Steinunn.  

„Skilaboðin í textanum eru þau að við erum svo þakklátar fyrir vegferðina og fyrir að fá að gera þetta einu sinni enn saman. Þetta er svo mikið okkar gjöf til okkar og við erum bara að gera þetta fyrir okkur,“ segir Steinunn. 

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. 

Nylon órjúfanlegur hluti af þeim öllum

Loks segir Steinunn þakklæti vera sér efst í huga þegar hún hugsar til Nylon-áranna. 

„Nylon er ekki allt sem ég er, en það er samt órjúfanlegur hluti af mér og á það við um okkur allar. Þetta mótaði okkur á þessum aldrei og ýtti okkur í átt að þeim ferli sem við búum að í dag,“ segir Steinunn. „Þetta var okkar eldskírn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav