Vala Kristín og Hildur Vala leika Elsu og Önnu

Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir fara með aðalhlutverkin.
Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir fara með aðalhlutverkin. Ljósmynd/Aðsend

Stórsöngleikurinn Frost verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þann 1. mars. Það verða þær Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir sem munu fara með hlutverk systranna Elsu og Önnu.

Nú er verið að leita að ungum leikkonum á aldrinum átta til 11 ára til að leika Elsu og Önnu þegar þær voru yngri. Leitað er að stúlkum (fæddum 2012-2015). Allar upplýsingar um prufurnar má finna á leikhusid.is. Síðasti skiladagur á prufum er sunnudagur 15. október!

Gísli fer víða

Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Það er leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir verkinu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.

Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu.
Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu. Ljósmynd/Aðsend

Gói verður Ólafur

Með önnur hlutverk í sýningunni fara meðal annars Guðjón Davíð Karlsson, sem mun jafnframt fara með hlutverk snjókarlsins Ólafs, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Almar Blær Sigurjónsson, Bjarni Snæbjörnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Ernesto Camilo Valdés, Kjartan Darri Kristjánsson, Sigurbjartur Sturla Atlason og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Gói verður Ólafur.
Gói verður Ólafur.

Allt um Hildi Völu og Völu Kristínu

Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2019. Eftir útskrift hóf hún störf í Þjóðleikhúsinu og tók við titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur. Hún leikur í Sem á himni í Þjóðleikhúsinu í vetur. Einnig lék hún í Kardemommubænum, Nashyrningunum, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Meistaranum og Margarítu, Atómstöðinni – endurliti og Útsendingu. Áður en hún hóf nám í LHÍ lék hún og söng í ýmsum söngleikjum í Borgarleikhúsinu. Hún lék í stuttmyndinni Skeljum og leikur í annarri og þriðju þáttaröðinni af Venjulegu fólki.

Vala Kristín Eiríksdóttir útskrifaðist úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands vorið 2015 og var fastráðin sama ár við Borgarleikhúsið. Meðal verka sem Vala hefur leikið í má nefna Matthildi, Oleanna og Þéttingu hryggðar. Hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki fyrir Matthildi. Vala er einn af framleiðendum, handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg