Sundagöng koma einnig til greina

Drög að Sundagöngum sem næðu frá Kjalarnesi í Borgartúnið í …
Drög að Sundagöngum sem næðu frá Kjalarnesi í Borgartúnið í Reykjavík. Teikning/Guðlaugur Þór

Stefnt er að því að skila umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar í haust og ef allt gengur að óskum verður hægt að bjóða verkið út 2026. Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, við Morgunblaðið.

Það komi jafnframt til greina að gera Sundagöng undir Kleppsvík en aðrir jarðgangavalkostir hafa hingað til ekki þótt fýsilegir. Eitt af því sem þurfi að koma fram í mati á umhverfisáhrifum sé tillaga að leiðavali.

„Við erum að vinna umhverfismat og samhliða því eru unnin frumdrög sem eru fyrsta hönnunarstigið. Þar er verið að bera saman mismunandi leiðir, gera mat á þeim og skoða út frá því hvaða áhrif þær hafa á greiðfærni að framkvæmd lokinni, áhrif á umhverfið og þjónustustig framkvæmdarinnar. Þá er ég til dæmis að hugsa um tengingar. Síðan er þetta leitt fram í þessari matsskýrslu og við hjá Vegagerðinni, og fleiri aðilar sem að málinu koma, þurfum í lok hennar að gera grein fyrir okkar tillögu að leiðavali,“ segir Bergþóra. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka