Leifar hennar fundust í hellisskúta

Einn af merkilegri fornleifafundum á þessari öld og jafnframt einn sá dularfyllsti var í skriðu í um 700 metra hæð fyrir ofan Seyðisfjörð. Fundur fallegrar nælu leiddi til þess að líkamsleifar ungrar konu fundust í hellisskúta í skriðunni.

Unga konan var óvenju ríkmannlega búin og fundust á henni nokkur hundruð perlur og fleira skart. 

Fornleifafræðingar sem unnu að rannsókninni gáfu konunni nafn við hæfi. Heiðrún var hún nefnd en saga hennar er og verður undrunarefni. 

Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur og verkefnisstjóri hjá minjastofnun ræðir þennan merka fund í Dagmálaþætti dagsins. 

Varð líkast til úti

enningarnar um Heiðrúnu og örlög hennar eru margvíslegar en líkast til varð hún úti. Kona svo ríkulega búin hefði að öllu jöfnu verið með fylgdarfólk með sér en engin merki fundust um slíkt. Var hún völva? Eða að flýja ljótan gamlan karl sem hún hafði verið gefin?

Í þætti dagsins er rætt um helstu verkefni á sviði fornleifarannsókna á Íslandi í sumar. Meðal þess sem hæst ber er uppgröftur við Fjörð í Seyðisfirði og Stöð í Stöðvarfirði. Þá er rannsókn hella við Odda á Rangárvöllum stórt verkefni.

Sigurður ræðir einnig nýja vitneskju sem liggur fyrir varðandi byggingu pýramídanna í Egyptalandi, þá mynd sem nú hefur verið dregin upp af lífi og gáfnafari frummanna. 

Íslendingar eru eftirbátar nágrannaþjóða þegar kemur að skipulagðri skráningu staða sem kunna að geyma fornmuni.

Heildrænn gagnagrunnur á því sviði er ekki til hér á landi. Fróðlegur og áhugaverður þáttur um gamlar sögur og nýja vitneskju um þær. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni ræðir Sigurður Bergsteinsson fund Heiðrúnar. 

Þátturinn í heild sinni er opinn áskrifendum Morgunblaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert