Hafa áhyggjur af nærumhverfinu

Kort/mbl.is

„Í Langholtsskóla höfðu fundargestir mestar áhyggjur af nærumhverfi sínu, umferðarhávaða og að mannvirki í tengslum við Sundabrautina muni verða lýti í umhverfinu,“ segir Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri Sundabrautar. Íbúafundur fór þar fram á miðvikudagskvöld en þar kynnti Vegagerðin fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabraut.

Helga segir að íbúar vilji líka vita hvort umferðarþungi muni aukast við framkvæmdina. Hún segir að á Kjalarnesi hafi fólk haft meiri áhyggjur af greiðfærni og hvort það yrði þægilegt að fara á milli staða. Þar var líka áhugi fyrir jarðgöngum í stað vegfyllinga og brúa við þveranir norðan Kleppsvíkur, sem Helga segir að sé flókið hönnunarlega séð. „Það má ekki vera of mikill langhalli sem er ástæðan fyrir að við höfum yfirleitt ekki verið að skoða það með styttri þveranir.“ Hún telur að í Grafarvogi horfi íbúar í hljóðvist, ásýnd, áhrif á útivistarsvæði og umferðarþunga.

Fjórði fundurinn fer fram kl. 9 í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og verður honum streymt beint á facebook-síðu Vegagerðarinnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert