Lærisveinar Hannesar sigri frá titlinum

Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard.
Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard. Ljósmynd/handball-westwien.at

Lærisveinar Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard eru skrefi nær austurríska meistaratitlinum í handknattleik eftir heimasigur á Linz, 32:26, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. 

Tvo sigra þarf til að verða meistari og getur Alpla því tryggt sér Austurríkisbikarinn á heimavelli Linz komandi föstudag. 

Alpla-liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, og hélt forystunni út seinni hálfleikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert