Þrír köstuðust útbyrðis: „Ég eins og skopparakringla“

Allir sem lentu í slysinu voru fluttir á sjúkrahús til …
Allir sem lentu í slysinu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Ljósmynd/Jónas

Allir sem voru í rútunni sem valt í gær eru félagar í Dynk, Lionsklúbb Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og var klúbburinn í vorferð um Rangárvallasýslu. Þrír köstuðust útbyrðis úr rútunni þegar hún valt heilan hring.

Þetta segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Dynk, í samtali við mbl.is en hann var í rútunni er slysið varð.

Betur fór en horfði, að sögn Jónasar.
Betur fór en horfði, að sögn Jónasar. Ljósmynd/Jónas

Sjálfur var Jónas standandi í rútunni að afhenda drykkjarföng þegar rútan valt og man hann lítið eftir sjálfri veltunni.

„Samkvæmt konunni minni þá var ég eins og skopparakringla þarna um rútuna á meðan hún valt,“ segir hann.

Jónas kveðst muna eftir því þegar rútan var næstum því stopp að þá hugsaði hann: „Djöfullinn það verður erfitt að bakka bílnum úr þessu.“

Jónas Yngvi Ásgrímsson.
Jónas Yngvi Ásgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Köstuðust út um rúður sem brotnuðu

Svo valt rútan og Jónas man eftir því að hafa dottið á bakið. Það næsta sem hann man eftir var þegar hann var kominn á fætur og hringdi í Neyðarlínuna.

Jónas segir að þrír hafi kastast útbyrðis út um rúður sem brotnuðu á meðan rútan valt.

„Þeir lágu þarna út í móanum eftir þetta en þau slösuðust ekkert sérstaklega við það, held ég.“

Hann segir að fólk hafi henst til í rútunni og sumir klemmdust í sætum.

„Það þurfti að klippa eitthvað aðeins til inn í rútunni til að ná öllum almennilega út,“ segir Jónas

Fyrsti sjúkrabíllinn var mættur á vettvang sjö mínútum eftir slysið.
Fyrsti sjúkrabíllinn var mættur á vettvang sjö mínútum eftir slysið. Ljósmynd/Jónas
Bíl­stjór­inn og all­ir 26 farþegar rút­unn­ar voru Íslend­ing­ar og hver …
Bíl­stjór­inn og all­ir 26 farþegar rút­unn­ar voru Íslend­ing­ar og hver ein­asti þeirra var flutt­ur slasaður á sjúkra­hús. Ljósmynd/Jónas

Þá veltur hún“

Jónas útskýrir að verið var að aka rútunni upp brekku og að fram undan hafi verið beygja.

Bílstjórinn ók því nálægt kantinum til þess að búa til pláss fyrir annan bíl ef ske kynni að bíll myndi mæta þeim, en svo gerðist það að kanturinn á veginum gaf sig.

„Á einhverjum 30 metra kafla er hann að stöðva bílinn og passa að fara ekki út af því þarna var mesti brattinn. Það sem að gerist síðan er þegar að rútan er næstum því stopp þá veltur hún,“ segir Jónas.

Jónas þakkar viðbragðsaðilum fyrir fumlaus viðbrögð.
Jónas þakkar viðbragðsaðilum fyrir fumlaus viðbrögð. Ljósmynd/Jónas
Hér má sjá kantinn á veginum.
Hér má sjá kantinn á veginum. Ljósmynd/Jónas

Þakkar viðbragðsaðilum

Fólk hélt stillingu í kjölfar veltunnar og nefnir Jónas að í rútunni hafi verið starfsmenn Brunavarna Árnessýslu, björgunarsveitarmenn og hjúkrunarforstjóri.

„Þannig það var þarna fólk sem vissi hvernig átti að haga sér í svona aðstæðum,“ segir hann.

Jónas þakkar sérstaklega viðbragðsaðilum sem voru skjótt komnir á vettvang og hlúði að fólki.

Flytja þurfti sjö með þyrl­um á Land­spít­al­ann í Foss­vogi.
Flytja þurfti sjö með þyrl­um á Land­spít­al­ann í Foss­vogi. Ljósmynd/Jónas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert