Áróður um belti beinst frekar að ferðamönnum

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd/Jónas

Samgöngustofa hefur ávallt hvatt eindregið til notkunar á öryggisbeltum og hefur almenn notkun þeirra hérlendis verið mjög útbreidd.

Þetta segir Þórhildur Elín Einarsdóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, spurð út bílbeltanotkun hér á landi.

Stutt er síðan rúta með um 30 manns um borð valt á Rangárvallavegi á Suðurlandi og köstuðust þrír útbyrðis úr rútunni. Þórhildur Elín vill ekki tjá sig um það slys en segir að almennt séð sé fólk mjög meðvitað og viljugt að nota bílbelti.

„Þetta sjáum við í okkar árlegu viðhorfskönnunum sem við gerum á meðal almennings,” segir hún.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.
Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð út í bílbeltaskyldu í rútum bendir Þórhildur Elín á 77. grein umferðarlaga, 14. kafla, þar sem stendur orðrétt: „Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð”.

Hún nefnir að áróður Samgöngustofu undanfarin ár um notkun bílbelta hér á landi hafi beinst frekar að erlendu ferðafólki heldur en Íslendingum vegna þess að Íslendingar séu almennt mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að spenna bílbelti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert