Ferðamáti Bjarna vekur athygli

Bjarni Benediktsson kemur heim frá Malaví á föstudag.
Bjarni Benediktsson kemur heim frá Malaví á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var vægast sagt vel tekið á móti Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra þegar hann lenti með áætlunarflugi Kenya Airways á flugvelli í Malaví á mánudag. 

Bjarni hélt utan um helgina og er tilefnið opinber heimsókn til að fagna 35 ára samstarfsafmæli Íslands og Malaví. 

Flugfélagið Kenya Airways var vonum stolt af því að hafa flogið með forsætisráðherrann til Malaví og deildi tíðindunum á miðlinum X, en þar ytra tíðkast líklega frekar að þjóðarleiðtogar ferðist með einkaþotu í stað áætlunarflugs. 

Hér að neðan má sjá myndskeið frá móttöku Bjarna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert