Veifaði fána Palestínu og var vísað úr starfi

Fáni Palestínu
Fáni Palestínu AFP/ Geoffroy Van Der Hasselt

Frönskum þingmanni var vísað úr starfi í tvær vikur eftir að hann veifaði palestínskum fána í umræðum í neðri deild franska þingsins um hvort Frakkland ætti að viðurkenna Palestínu sem ríki.

Þingforseti Yael Braun-Pivet fordæmdi þingmanninn, Sebastian Delogu, og kallaði hegðun hans óviðunandi. Aðrir þingmenn greiddu atkvæði með að víkja honum úr starfi í tvær vikur í tvo mánuði og lækkuðu laun hans um helming á brottvísunartímanum. 

Delogu yfirgaf salinn og setti upp sigurmerki eða V með fingrunum, en hægrisinnaðir og miðlægir þingmenn fögnuðu refsiaðgerðunum gegn honum.

Tímabundna brottvísun þingmannsins tók gildi sama dag og Spánn, Írland og Noregur viðurkenndu formlega ríki Palestínumanna í sameiginlegri ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert