Börnin sem leitað var að eru fundin

Börnin tvö sem leitað var að eru fundin.
Börnin tvö sem leitað var að eru fundin.

Börn­in tvö sem leitað var að á Reyðarf­irði eru fund­in.

Þetta staðfest­ir Mar­grét María Sig­urðardótt­ir, lög­reglu­stjóri á Aust­ur­landi, í sam­tali við mbl.is.

Mar­grét getur ekki veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið, en seg­ir ekki langt síðan börn­in fund­ust.

Allar sveitir kallaðar út fyrr í dag

Fyrr í dag voru allar björgunarsveitir á Austfjörðum, frá Fáskrúðsfirði upp í Norðfjörð,  kallaðar út í leit að tveimur grunnskólabörnum á Reyðarfirði. 

Þetta staðfesti Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Útkallið barst um klukkan tvö í dag og voru fyrstu sveitir sendar út í kjölfarið. Vísir greindi fyrst frá. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert