Slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ

Þyrlan lenti á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Þyrlan lenti á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í gærkvöldi varð fyrir vinnuslysi á bóndabæ. Þetta staðfestir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, er ekki lífshættulega slasaður og reyndist slysið ekki jafn alvarlegt og í fyrstu var talið, að sögn Sveins.

Maðurinn var sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem lenti á ellefta tímanum í Reykjavík í gær. 

mbl.is greindi frá því í gær að maðurinn hefði slasast á víðavangi í Rangárþingi, skammt austan við Þjórsá. Sveinn gat ekki veitt frekari upplýsingar um slysið.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert