Fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi vegna manns sem hafði slasast á víðavangi í Rangárþingi.

Maðurinn var fluttur með bíl á flugvöllinn á Selfossi til móts við þyrluna sem flutti hann til Reykjavíkur þar sem hún lendi við Landspítalann nú á ellefta tímanum.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist og hversu alvarleg meiðslin eru. Ekki var um umferðarslys að ræða heldur slys á víðavangi,“ segir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, við mbl.is.

Þorsteinn segir að málið sé þegar komið til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert