Rannsaka andlát tveggja einstaklinga í Bolungarvík

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í Bolungarvík. Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum á bandaríska miðlinum Facebook segir að um sé að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri.

Lögreglan á Vestfjörðum óskaði í gær eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn.

Vettvangsrannsókninni lauk í nótt. Mun réttarmeinafræðileg rannsókn á líkunum fara fram í kjölfarið.

Ekki vísbendingar um saknæman atburð

Ekkert bendir nú til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað, að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Rannsókn málsins heldur áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að sinni,“ segir þar enn fremur.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert