Drottning hrekkjavökunnar stal senunni

Það er ekki að ástæðulausu að ofurfyrirsætan Heidi Klum sé …
Það er ekki að ástæðulausu að ofurfyrirsætan Heidi Klum sé kölluð drottning hrekkjavökunnar. Samsett mynd

Hrekkjavökudrottningin Heidi Klum er þekkt fyrir að fara alla leið á hrekkjavökunni, en í gær klæddi hún sig upp sem gríðarstór páfugl í árlegu hrekkjavökuteiti sem hún heldur fyrir ríka og fræga fólkið í New York-borg.

Á síðasta ári setti Klum internetið á hliðina þegar hún klæddi sig upp sem ánamaðkur, en það tók hana um tíu tíma að gera sig tilbúna með hjálp fjölda aðstoðamanna.

Þótt Klum tjaldi vanalega öllu til á hrekkjavökunni er óhætt að segja að búningurinn í ár skeri sig úr að því leyti að hann samanstóð af Klum sjálfri ásamt tíu öðrum einstaklingum, en saman mynduðu þau gríðarstóran páfugl.

Klum var andlit og búkur páfuglsins á meðan tíu einstaklingar úr hinum vinsæla Cirque du Soleil mynduðu fjaðrir og fætur fuglsins. Þá mætti eiginmaður Klum, Tom Kaulitz, sem páfuglaegg. 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

View this post on Instagram

A post shared by Prime Video (@primevideo)

View this post on Instagram

A post shared by Hugo Gloss (@hugogloss)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav