„Biðlistar á biðlista ofan“

„Biðlistar á biðlista ofan“

„Í könnunum má lesa að fylgi Viðreisnar hefur nærri tvöfaldast á kjörtímabilinu og Viðreisn hefur bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sagði hún þessa fylgisaukningu vera skýr skilaboð, óskir um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála sem forsætisráðherra var að verja hér í upphafi ræðunnar“. 

„Biðlistar á biðlista ofan“

Stefnuræða forsætisráðherra 2019 | 11. september 2019

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í könnunum má lesa að fylgi Viðreisnar hefur nærri tvöfaldast á kjörtímabilinu og Viðreisn hefur bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sagði hún þessa fylgisaukningu vera skýr skilaboð, óskir um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála sem forsætisráðherra var að verja hér í upphafi ræðunnar“. 

„Í könnunum má lesa að fylgi Viðreisnar hefur nærri tvöfaldast á kjörtímabilinu og Viðreisn hefur bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sagði hún þessa fylgisaukningu vera skýr skilaboð, óskir um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála sem forsætisráðherra var að verja hér í upphafi ræðunnar“. 

Pólitískir draumar heilbrigðisráðherra

Lagði Þorgerður áherslu á að ósk væri um að frjálslyndið yxi og gagnrýndi meðal annars störf Vinstri-grænna í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu. 

„Vinstri-græn komu inn í þessa ríkisstjórn með stærstu loforð um umbætur í heilbrigðismálum sem nokkru sinni hafa verið gefin. Hvaða fréttir blasa svo við fólkinu í landinu okkar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað? Svarið er: Fleiri fréttir um lokanir en nokkru sinni fyrr í sögunni. Fleiri fréttir um frestun aðgerða en áður. Frétt um að níu ára drengur hafi beðið í tvo daga eftir aðgerð vegna handleggsbrots. Og fleiri fréttir um biðlista. Biðlista á biðlista ofan,“ sagði hún. 

Þorgerður Katrín gagnrýndi meðal annars störf Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á …
Þorgerður Katrín gagnrýndi meðal annars störf Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á kjörtímabilinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þá sagði hún heilbrigðisráðherra hafa skrifað „öll stóru fyrirheitin“ inn í heilbrigðisáætlun til 2030 á „mjög vönduðu stofnanamáli“, en á tæpitungulausri íslensku þýddi það að hún hefði „pakkað fyrirheitunum snyrtilega inn, sett í kassa og bundið fyrir með silkislaufu“.

Þá ræddi hún um mikilvægi félagasamtaka og sjálfseignarfélaga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Þessi félög eru þyrnir í augum ráðherra,“ bætti hún við og dró ekki úr þegar hún sagði að hagsmunir sjúklinga væru látnir víkja fyrir pólitískum draumi ráðherra um aukna ríkisvæðingu. 

Bakland stærsta stjórnarflokksins brotið

Næst ræddi Þorgerður um utanríkismál. Varpaði hún fram spurningunni hvernig ríkisstjórnin hefði staðið sig í að sækja og verja utanríkispólitíska hagsmuni Íslands í þeim tilgangi að stuðla að samstarfi við önnur lönd um verslun og varnir, og sagði svo að þeirri spurningu væri fljótsvarað: 

„Bakland stærsta stjórnarflokksins er brotið þegar kemur að því að verja aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins sem er stærsta og mikilvægasta bandalag fullvalda þjóða um sameiginlegan heimamarkað, og tekur fyrst og fremst um neytendur nær og fjær. Þegar kemur að vörnum landsins er bakland forystuflokks ríkisstjórnarinnar í fjötrum löngu liðinna kaldastríðshugmunda.“

Sagði hún ríkisstjórnina of veika til að gæta hagsmuna Íslands. „Hún er í besta falli umgjörð um óbreytt ástand. Hún sækir ekki fram. Hún rær í hringi.“

Þá gagnrýndi hún störf ríkisstjórnar í kringum innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, og sagði að vegna innanflokksátaka í stærsta stjórnarflokknum, þ.e. Sjálfstæðisflokki, hefði tekið tvö ár að innleiða orkupakkann þrátt fyrir afgerandi meirihluta á Alþingi um málið. 

Réttlátt auðlindagjald

Að síðustu ræddi Þorgerður um þá ósk forsætisráðherra að ná samstöðu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Sagðist hún algjörlega sammála, því auðlindaákvæði í stjórnarskrá væri lykillinn að því að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum hennar, en sagði þó ástæðu þess að forsætisráðherra kallaði eftir þessu þá að ríkisstjórnin væri mynduð um kyrrstöðu og því vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafa lengi mælt fyrir um. 

„Til þess að gera sameign þjóðarinnar raunverulega virka þarf að minnsta kosti að gera tvenns konar breytingar. Annars vegar að binda nýtingu einkaaðila við tiltekinn tíma í senn. Og hins vegar að þeir greiði réttlátt auðlindagjald fyrir þessi verðmæti,“ bætti hún við. 

Að lokum sagði Þorgerður að það væri ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem veldi kyrrstöðu, því kyrrstaða væri ekki mótvægi við öfgar og afturhald eða hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar. 

Sagði hún að Viðreisn myndi óhrædd og af festu berjast gegn uppgangi öfga og einangrunarafla hvar sem þau kynnu að finnast, og gegn þeim sem ekki setja mannréttindi í fyrsta sæti, afneita loftslagsbreytingum og grafa undan dýrmætu alþjóðasamstarfi eða beita hvers kyns lýðskrumi.

mbl.is