Ekki efni til viðbragða eftir dóm MDE

Landsréttur | 26. desember 2020

Ekki efni til viðbragða ríkissaksóknara eftir dóm MDE

Ekki eru efni til viðbragða af hálfu ríkissaksóknara vegna dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is.

Ekki efni til viðbragða ríkissaksóknara eftir dóm MDE

Landsréttur | 26. desember 2020

Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna …
Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde

Ekki eru efni til viðbragða af hálfu ríkissaksóknara vegna dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is.

Ekki eru efni til viðbragða af hálfu ríkissaksóknara vegna dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is.

Í fyrirspurninni var spurt um möguleg áhrif af dómi MDE á þá dóma sem fallið höfðu í Landsrétti og dómararnir fjórir hefðu dæmt sem færðir voru til í uppröðun dómsmálaráðherra frá uppröðun hæfnisnefndar áður en skipað var upphaflega í dóminn. Einnig hvort embættið myndi bregðast eitthvað við niðurstöðunni og hvort embættið teldi rétt að gera kröfu um endurupptöku á fyrrnefndum málum.

Yf­ir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins komst í niður­stöðu sinni að því að dóm­ar­arn­ir fjór­ir hefðu verið ólög­lega skipaðir.

Hafði lögmaðurinn Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, sem rak málið fyr­ir Mann­rétt­inda­dómstólnum, kallað eft­ir því að rík­is­sak­sókn­ari tæki niður­stöðuna til skoðunar. Áður hafði ríkissaksóknari svarað fyrirspurninni þannig að málið væri til skoðunar, en nú liggur fyrir að embættið telur ekki efni til viðbragða.

mbl.is