Tvö kynferðisbrot tengd dómara og starfsmanni

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Tvö kynferðisbrot tengd dómara og starfsmanni

Knattspyrnusamband Íslands hafði vitneskju um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem hafa starfað fyrir hreyfinguna hefðu beitt kynbundnu eða kynferðisofbeldi á árunum 2010 til ársins 2021.

Tvö kynferðisbrot tengd dómara og starfsmanni

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Knattspyrnusamband hafði vitneskju um fjórar frásagnir tengdar kynbundnu eða kynferðislegu …
Knattspyrnusamband hafði vitneskju um fjórar frásagnir tengdar kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands hafði vitneskju um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem hafa starfað fyrir hreyfinguna hefðu beitt kynbundnu eða kynferðisofbeldi á árunum 2010 til ársins 2021.

Knattspyrnusamband Íslands hafði vitneskju um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem hafa starfað fyrir hreyfinguna hefðu beitt kynbundnu eða kynferðisofbeldi á árunum 2010 til ársins 2021.

Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær.

Tvö málanna varða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en hin tvö varða annars vegar dómara sem starfaði fyrir sambandið og hitt varðar hegðun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferð eins af yngri landsliðum Íslands.

„Annað málið mun varða knattspyrnudómara sem hafi hlotið dóm fyrir nauðgun en sá einstaklingur mun tafarlaust hafa verið látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að dómur um sakfellingu kom til vitneskju KSÍ,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

„Beiðni mannsins um að hann fengi að dæma leiki á meðan mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan fyrir sambandið. Hitt málið mun varða hegðun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferð eins af yngri landsliðum Íslands og beindist að starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á. Sá verktaki mun ekki hafa sinnt neinum verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Auk þess er nefndinni kunnugt um tvö mál frá árinu 2010 þar sem KSÍ hefur þurft að taka á kynferðislegri áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hefur verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ.

Þar sem umboð úttektarnefndarinnar nær einungis til þess að fjalla um vitneskju innan stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi telur nefndin ekki rétt að fjalla sérstaklega um atvik þeirra mála í þessum kafla skýrslunnar. Meðferð kvartana um kynferðislega áreitni er hins vegar einn þeirra þátta sem nefndin hefur litið til við úttekt sína á öðrum atriðum í þessari skýrslu, m.a. um hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfsemi sambandsins,“ segir enn fremur í skýrslunni.

mbl.is