Líkur á framhaldi Reykjaneselda í vetur

Dagmál | 13. júlí 2022

Líkur á framhaldi Reykjaneselda í vetur

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líkur á nýju gosi á Reykjanessvæðinu í vetur. Hann segir erfitt að segja til um hvar búast má við eldsumbrotum en nefnir til sögunnar bæði Eldvörp og einnig þann möguleika að gjósi á hafsbotni.

Líkur á framhaldi Reykjaneselda í vetur

Dagmál | 13. júlí 2022

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líkur á nýju gosi á Reykjanessvæðinu í vetur. Hann segir erfitt að segja til um hvar búast má við eldsumbrotum en nefnir til sögunnar bæði Eldvörp og einnig þann möguleika að gjósi á hafsbotni.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líkur á nýju gosi á Reykjanessvæðinu í vetur. Hann segir erfitt að segja til um hvar búast má við eldsumbrotum en nefnir til sögunnar bæði Eldvörp og einnig þann möguleika að gjósi á hafsbotni.

Ármann er gestur Dagmála í dag og ræðir stöðuna, líkur og mögulegan undirbúning fyrir framhald Reykjaneselda. Hann segir að gosið í Geldingadölum hafi verið smágos og er sannfærður um að í Reykjaneseldum sem nú eru hafnir muni verða margfalt stærri gos með allt að þrjátíu til fjörutífalt af gosefnum eða hrauni sem upp kunni að koma.

Þéttbýlasta svæði landsins

Kortlagning á innviðum og mannvirkjum sem kunna að vera í hættu er vel á veg komin en Ármann telur að nú þurfi að hefjast handa við alls konar vinnu til nýta tímann áður en fer að gjósa. Hann minnir á að þetta er þéttbýlasta svæði landsins og það geti tekið verulega á ef byggðakjarnar verði án rafmagns og vatns, hvort sem er heitt eða kalt. Gerist það um miðjan vetur mun ekki duga að mæta með varðskip til að bjarga málum. Það sé nauðsynlegt að nýta þann tíma sem við höfum núna til að skipuleggja aðgerðir.

Hér má sjá brot úr þættinum en hann er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is