„Ég held að það hafi engir verið að rotta sig saman“

Dagmál | 25. apríl 2024

„Ég held að það hafi engir verið að rotta sig saman“

„Ég get alveg ímyndað mér það, þekkjandi kvenfólk, en það er ekki hægt að alhæfa um það,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Dagmálum.

„Ég held að það hafi engir verið að rotta sig saman“

Dagmál | 25. apríl 2024

„Ég get alveg ímyndað mér það, þekkjandi kvenfólk, en það er ekki hægt að alhæfa um það,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Dagmálum.

„Ég get alveg ímyndað mér það, þekkjandi kvenfólk, en það er ekki hægt að alhæfa um það,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Dagmálum.

Margrét Lára, sem er 37 ára gömul, lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2019 eftir afar farsælan feril en hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Var örugglega mjög pirrandi

Margrét Lára var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 en engu að síður var hún ekki valin leikmaður ársins í efstu deild kvenna sama ár, þrátt fyrir að skora 38 mörk í 16 leikjum og voru uppi háværar sögusagnir um að ákveðnir leikmenn deildarinnar hafi komið sér saman um að kjósa hana ekki besta.

„Ég var örugglega mjög pirrandi mjög snemma,“ sagði Margrét Lára.

„Ég fór í mitt fyrsta viðtal þegar að ég var 9 ára og ég held að fólk hafi alveg vitað hver ég var, tiltölulega snemma, miðað við kvenkynsíþróttamann. Svo hélt þetta áfram og ég hélt áfram að skora. Ég var komin á auglýsingasamning hjá TM og var á einhverjum flettiskiltum í Reykjavík.

Ég held samt að þetta risti ekki það djúpt að fólk kjósi ekki leikmann ársins út af svona hlutum. Ég held að það hafi engir verið að rotta sig saman heldur kaus fólk bara einhvern annan leikmann því þeim fannst hann betri en ég á þessum tímapunkti.

Það sem mér fannst kannski sárast var að það var ekki einhver leikmaður í Val sem fékk verðlaunin en það þurfti ekki að vera ég,“ sagði Margrét Lára meðal annars.

Viðtalið við Margréti Láru í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna eftir landsleik Íslands …
Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fagna eftir landsleik Íslands og Ungverjalands árið 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is