Tekjur Bjórlands nær fimmfölduðust á milli ára

Vín í verslanir | 22. september 2022

Tekjur Bjórlands nær fimmfölduðust á milli ára

Tekjur Bjórlands ehf. námu í fyrra um 66,5 milljónum króna, samanborið við 14,4 milljónir króna árið árið 2020, og nær fimmfölduðust því á milli ára. Rekstargjöld félagsins námu aftur á móti um 67,8 milljónum króna, samanborið við 13,6 milljónir króna árið áður.

Tekjur Bjórlands nær fimmfölduðust á milli ára

Vín í verslanir | 22. september 2022

Þórgnýr Thoroddsen á 65% hlut í Bjórlandi
Þórgnýr Thoroddsen á 65% hlut í Bjórlandi Kristinn Magnússon

Tekjur Bjórlands ehf. námu í fyrra um 66,5 milljónum króna, samanborið við 14,4 milljónir króna árið árið 2020, og nær fimmfölduðust því á milli ára. Rekstargjöld félagsins námu aftur á móti um 67,8 milljónum króna, samanborið við 13,6 milljónir króna árið áður.

Tekjur Bjórlands ehf. námu í fyrra um 66,5 milljónum króna, samanborið við 14,4 milljónir króna árið árið 2020, og nær fimmfölduðust því á milli ára. Rekstargjöld félagsins námu aftur á móti um 67,8 milljónum króna, samanborið við 13,6 milljónir króna árið áður.

Heildartap félagsins á síðasta ári nam 1,8 milljón króna, en félagið hagnaðist um tæpar 700 þúsund krónur árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok síðasta árs neikvætt um 600 þúsund krónur.

Bjórland hefur verið nokkuð í fréttum frá því að félagið var stofnað í byrjun árs 2020. Félagið vakti athygli vorið 2020 þegar það hóf að gefa bjór en rukka fyrir heimsendingu. Þá höfðaði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) mál gegn félaginu þar sem ríkisstofnunin taldi að starfsemi Bjórlands hefði valdið stofnuninni tjóni. Málinu var hins vegar vísað frá dómi.

mbl.is