Tekist á um innra starf

Dagmál | 3. nóvember 2022

Tekist á um innra starf

Nokkuð er tekist á um hugmyndafræði og innra starf Sjálfstæðisflokksins í kappræðum frambjóðenda til formanns í flokknum. Þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sem skorað hefur Bjarna á hólm, eru gestir Dagmála í dag. Þátturinn er aðgengilegur í opinni dagskrá á mbl.is.

Tekist á um innra starf

Dagmál | 3. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson bjóða sig fram í …
Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð er tekist á um hugmyndafræði og innra starf Sjálfstæðisflokksins í kappræðum frambjóðenda til formanns í flokknum. Þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sem skorað hefur Bjarna á hólm, eru gestir Dagmála í dag. Þátturinn er aðgengilegur í opinni dagskrá á mbl.is.

Nokkuð er tekist á um hugmyndafræði og innra starf Sjálfstæðisflokksins í kappræðum frambjóðenda til formanns í flokknum. Þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sem skorað hefur Bjarna á hólm, eru gestir Dagmála í dag. Þátturinn er aðgengilegur í opinni dagskrá á mbl.is.

Í umræðum um það hvort núverandi flokkakerfi, þar sem margir flokkar hafa náð inn kjörnum fulltrúum á Alþingi, sé komið til að vera eða ekki, má heyra mismunandi skoðanir þeirra Bjarna og Guðlaugs Þórs. Þegar sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt sl. sunnudag hafði hann orð á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefði minnkað á undanförnum árum og rakti það beint og óbeint til forystu flokksins. Aðspurður um þetta í Dagmálum segir Bjarni að úrslit í kosningum hafi tekið mið af raunverulegum aðstæðum hverju sinni. Hann benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð inn 21 þingmanni í kosningunum 2016. Það hefði alla jafna gefið færi á að mynda tveggja flokka stjórn en aftur á móti hafi enginn einn flokkur haft burði til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þeim tíma.

Vantar alla trú

Guðlaugur Þór segist aftur á móti skynja uppgjafartón í forystu Sjálfstæðisflokksins og vísaði þar til orða Bjarna. Hann bendir á að tími óvæntra kosningaúrslita sé ekki liðinn, enda sjáist það í kosningum beggja megin Atlantshafsins. „Fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem flokkurinn er í. Það vantar alla trú. Ég vona að við séum ekki búin að missa trúna á því að geta gert betur,“ segir Guðlaugur Þór í viðtalinu.

„Ég er ekki að segja það,“ svarar Bjarni að bragði og segir mótframbjóðanda sinn vera með útúrsnúning.

„Það dugar ekki að segja að við ætlum að vera langstærsti flokkurinn. Þetta er bara innihaldslaust upphróp. Ef þú ætlar að gera þetta, þá þarftu að vera með plan. Markmið án þess að vera með plan er ekkert annað en draumur. Og planið sem ég er með er að vinna markvisst að því að skila árangri fyrir fólk, þannig að það sjái það að við séum traustsins verð og að við skilum árangri sem bæta lífskjör og lífshamingju í landinu.“

Guðlaugur Þór svarar því til að áætlun sín feli það í sér að valdefla fólk innan flokksins og leggja áherslu á að flokkurinn sé breiðfylking. „Við þurfum að vera fastari á grunngildum Sjálfstæðisflokksins, það er sú uppskrift sem við höfum haft frá því að flokkurinn var stofnaður og alla jafna gengið mjög vel,“ segir Guðlaugur Þór.

Bjarni segist ekki gera ágreining um það að vera föst á grunngildum. „Það þarf samt að taka svona yfirlýsingar og þýða þær yfir í stefnumál, pólitísk mál sem varða nútímann,“ segir hann.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is