Börn í hópi þeirra sem fórust í sprengingu

Talíbanar í Afganistan | 30. nóvember 2022

Börn í hópi þeirra sem fórust í sprengingu

Börn voru í hópi þeirra sem létust í sprengjuárás á skóla í borginni Aybak í Norður-Afganistan. Talið er að minnst 16 hafi farist í árásinni og 24 særst, en yfirvöld hafa ekki enn staðfest fjölda dauðsfalla.

Börn í hópi þeirra sem fórust í sprengingu

Talíbanar í Afganistan | 30. nóvember 2022

Talið er að minnst sextán hafi látið lífið en börn …
Talið er að minnst sextán hafi látið lífið en börn voru á meðal fórnarlamba, að sögn læknis. AFP/Str

Börn voru í hópi þeirra sem létust í sprengjuárás á skóla í borginni Aybak í Norður-Afganistan. Talið er að minnst 16 hafi farist í árásinni og 24 særst, en yfirvöld hafa ekki enn staðfest fjölda dauðsfalla.

Börn voru í hópi þeirra sem létust í sprengjuárás á skóla í borginni Aybak í Norður-Afganistan. Talið er að minnst 16 hafi farist í árásinni og 24 særst, en yfirvöld hafa ekki enn staðfest fjölda dauðsfalla.

Læknir í borginni sem vildi ekki koma fram undir nafni staðfesti við fréttastofu AFP að fórnarlömbin hafi verið börn og óbreyttir borgarar.

Tugir sprengjuárása hafa verið framdar í Afganistan frá því að talíbanar komust aftur til valda í landinu í ágúst á síðasta ári. Fórnarlömbin eru oft og tíðum óbreyttir borgarar.

mbl.is