Þörf á að uppfæra lög um bótagreiðslur

Dagmál | 23. janúar 2023

Þörf á að uppfæra lög um bótagreiðslur

Með því að uppfæra lög um bótagreiðslur, sem bótanefnd vinnur eftir, væri hægt að tryggja verulega réttarbót þegar kemur að greiðslu á miskabótum og bótum vegna líkamstjóns. Halldór Þormar Halldórsson er starfsmaður bótanefndar og hefur verið í átján ár. Hann er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um hvernig þetta öryggisnet virkar þegar dómstólar hafa dæmt miska– og eða skaðabætur.

Þörf á að uppfæra lög um bótagreiðslur

Dagmál | 23. janúar 2023

Með því að uppfæra lög um bótagreiðslur, sem bótanefnd vinnur eftir, væri hægt að tryggja verulega réttarbót þegar kemur að greiðslu á miskabótum og bótum vegna líkamstjóns. Halldór Þormar Halldórsson er starfsmaður bótanefndar og hefur verið í átján ár. Hann er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um hvernig þetta öryggisnet virkar þegar dómstólar hafa dæmt miska– og eða skaðabætur.

Með því að uppfæra lög um bótagreiðslur, sem bótanefnd vinnur eftir, væri hægt að tryggja verulega réttarbót þegar kemur að greiðslu á miskabótum og bótum vegna líkamstjóns. Halldór Þormar Halldórsson er starfsmaður bótanefndar og hefur verið í átján ár. Hann er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um hvernig þetta öryggisnet virkar þegar dómstólar hafa dæmt miska– og eða skaðabætur.

Hann telur að einfaldar breytingar á borð við að nefndin megi dæma skaðabætur vegna dóma þar sem brotið er gegn barnaverndarlögum væri réttlætismál. Þá er hann þeirrar skoðunar að tímabært sé að hækka þakið á þeim bótum sem heimilt er að greiða brotaþola. Að sama skapi væri rétt að huga að því að lækka lágmarksupphæðina, meðal annars vegna nýrra brotaflokka sem hafa farið vaxandi, á borð við kynferðislega áreitni á netinu.

Hámarksbætur í dag eru þrjár milljónir vegna miskabóta og fimm milljónir vegna líkamstjóns. Þessar fjárhæðir voru síðast endurskoðaðar og breytt árið 2012. Halldór telur rétt að skoða að hækka þetta þak.

Eftir að dómstólar hafa dæmt einstaklingi bætur er hægt að sækja um greiðslu til bótanefndar. Dæmi eru um að fólk telji að reyna þurfi fyrst að innheimta bætur hjá geranda eða hinum dæmda, en það er ekki. Ríkið sér svo um að reyna að innheimta fjárhæðina hjá hinum dæmda.

Hér má sjá stutt brot úr þættinum en Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is