Fylgifiskur þess að vinna enga leiki

Dagmál | 20. febrúar 2023

Fylgifiskur þess að vinna enga leiki

„Það er mjög gaman enda alltaf gaman að horfa á leiki og blaðra um fótbolta,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Fylgifiskur þess að vinna enga leiki

Dagmál | 20. febrúar 2023

„Það er mjög gaman enda alltaf gaman að horfa á leiki og blaðra um fótbolta,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

„Það er mjög gaman enda alltaf gaman að horfa á leiki og blaðra um fótbolta,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, hefur starfað sem sérfræðingur hjá Viaplay eftir að knattspyrnuskórnir fóru á hilluna árið 2021 en hjá Viaplay hefur hann meðal annars séð um að kryfja leiki íslenska karlalandsliðsins.

„Þeir eru í sviðsljósinu og þeir verða að taka því eins og menn þegar einhver segir sína skoðun,“ sagði Kári.

„Þeir þurfa ekki að taka því persónulega þó að liðið sé gagnrýnt. Ef þú vinnur enga leiki þá kemur gagnrýni, það er mjög einfalt,“ sagði Kári meðal annars.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá árinu 2020.
Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá árinu 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is