„Þetta er búið að elta mig í 10 ár“

Dagmál | 12. maí 2023

„Þetta er búið að elta mig í 10 ár“

Höfundarnir Natasha S. og Joachim B. Schmidt segja frá reynslu sinni sem skáld af erlendum uppruna í Dagmálum. Þau hafa bæði búið hér í meira en áratug og tala góða íslensku. Þrátt fyrir það mæta þau enn vissum fordómum. 

„Þetta er búið að elta mig í 10 ár“

Dagmál | 12. maí 2023

Höfundarnir Natasha S. og Joachim B. Schmidt segja frá reynslu sinni sem skáld af erlendum uppruna í Dagmálum. Þau hafa bæði búið hér í meira en áratug og tala góða íslensku. Þrátt fyrir það mæta þau enn vissum fordómum. 

Höfundarnir Natasha S. og Joachim B. Schmidt segja frá reynslu sinni sem skáld af erlendum uppruna í Dagmálum. Þau hafa bæði búið hér í meira en áratug og tala góða íslensku. Þrátt fyrir það mæta þau enn vissum fordómum. 

Spurð út í viðtökurnar hjá Íslendingum þegar þau tali íslensku segir Natasha að enn skipti fólk yfir í ensku þegar það tali við hana. „Þetta er búið að elta mig síðustu 10 ár. Og í næstum hverju einasta samtali við Íslending, síðustu tíu ár, fæ ég að heyra: „Þú talar svo góða íslensku“,“ segir hún.

Joachim skýtur glaðbeittur inn í að maður verði bara að segja: „Takk sömuleiðis“ og Natasha segist einmitt stundum grípa til þess.

„Ég myndi helst vilja að fólk heyrði ekki að ég geri þessar villur. Fólk heyrir strax að ég er að ströggla og að reyna að gera mitt besta og þá er það tilbúið að hrósa. Við verðum örugglega að lifa með þessu mjög lengi,“ segir Joachim.

Skáldin tvö voru gestir Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. Þar sögðu þau m.a. frá útgáfu Skáldreka, ritgerðasafns höfunda af erlendum uppruna. 

Viðtalið má nálgast hér að neðan. Þar má einnig finna samtalið á hlaðvarpsformi. 

mbl.is