Play slær farþegamet

Flugfélagið Play | 7. júlí 2023

Play slær farþegamet

Flugfélagið Play sló annað farþegamet sitt í júnímánuði, en þá flutti félagið 160.979 í einum mánuði. Er sá fjöldi 25% meiri en var hjá félaginu í maí, sem líka var metmánuður.

Play slær farþegamet

Flugfélagið Play | 7. júlí 2023

Play sló enn eitt farþegamet í júní.
Play sló enn eitt farþegamet í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play sló annað farþegamet sitt í júnímánuði, en þá flutti félagið 160.979 í einum mánuði. Er sá fjöldi 25% meiri en var hjá félaginu í maí, sem líka var metmánuður.

Flugfélagið Play sló annað farþegamet sitt í júnímánuði, en þá flutti félagið 160.979 í einum mánuði. Er sá fjöldi 25% meiri en var hjá félaginu í maí, sem líka var metmánuður.

Í tilkynningu frá Play kemur fram að sætanýting í júní hafi verið 87,2% og að stundvísi flugfélagsins hafi verið 81,2%. Hafa nú rúmlega sex hundruð þúsund farþegar flogið með Play fyrstu sex mánuði ársins.

Play hefur bætt við 20 áfangastöðum í leiðarkerfi sitt á síðustu þremur mánuðum. Segist Play mæla góða eftirspurn í Bandaríkjunum og er sætanýting áfangastaða þar meira en 90%.

mbl.is