Nýja björgunarskipið heitir í höfuðið á Vilhjálmi

Öryggi sjófarenda | 23. september 2023

Nýja björgunarskipið heitir í höfuðið á Vilhjálmi

Villi Páls er nafn nýs björgunarskips björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skipinu var í gær siglt í sína heimahöfn en hófst ferðalagið á Akureyri og sigldi skipið Sigurvin frá Siglufirði með Villa Páls yfir Skjálfanda og til hafnar á Húsavík. Skipinu sigldu þeir Guðbergur Rafn Ægisson og Fannar Reykjalín Þorláksson sem var við stýrið.

Nýja björgunarskipið heitir í höfuðið á Vilhjálmi

Öryggi sjófarenda | 23. september 2023

Skipið Villi Páls kemur frá bátasmiðjunni Rafnar.
Skipið Villi Páls kemur frá bátasmiðjunni Rafnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Villi Páls er nafn nýs björgunarskips björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skipinu var í gær siglt í sína heimahöfn en hófst ferðalagið á Akureyri og sigldi skipið Sigurvin frá Siglufirði með Villa Páls yfir Skjálfanda og til hafnar á Húsavík. Skipinu sigldu þeir Guðbergur Rafn Ægisson og Fannar Reykjalín Þorláksson sem var við stýrið.

Villi Páls er nafn nýs björgunarskips björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skipinu var í gær siglt í sína heimahöfn en hófst ferðalagið á Akureyri og sigldi skipið Sigurvin frá Siglufirði með Villa Páls yfir Skjálfanda og til hafnar á Húsavík. Skipinu sigldu þeir Guðbergur Rafn Ægisson og Fannar Reykjalín Þorláksson sem var við stýrið.

Er þeir komu með skipið í heimahöfn klukkan 17 tók hátíðleg athöfn við þeim á Hafnarstéttinni.

Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, og Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra fluttu erindi og að þeim loknum blessaði sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur á Húsavík, skipið.

150 manns mættu á athöfnina

Nafn skipsins er ekki gripið úr lausu lofti, heldur er það skírt eftir Vilhjálmi Pálssyni sem var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Garðars og fyrrverandi formaður. Vilhjálmur mætti að sjálfsögðu á athöfnina ásamt fjölskyldu sinni en hann á merkilegan feril að baki.

Hann var formaður Garðars í tæp 22 ár og menntaði marga Húsvíkinga til skipstjórnarréttinda ásamt því að vera leikfimiskennari. Birgir Mikaelsson formaður björgunarsveitarinnar segir í samtali við Morgunblaðið að Vilhjálmur sé og hafi alltaf verið samfélagsstoð í sveitarfélaginu.

Að lokinni athöfn á bryggjunni var sótt heimili björgunarsveitarinnar þar sem önnur ræða var haldin og gestum boðið upp á veitingar. „Það var bara mjög góð stemning fyrir komu bátsins og ég held að um 150 manns hafi mætt á athöfnina,“ segir Birgir að lokum.

mbl.is