Upplifir sig sem flugfreyju í kennslustundum

PISA 2022 | 10. desember 2023

Upplifir sig sem flugfreyju í kennslustundum

Kennari til 25 ára segir öldina allt aðra eftir að samfélagsmiðlarnir stálu athygli fólks. Nú upplifir hún sig sem flugfreyju í upphafi kennslustundar sem minnir nemendur á að setja símana á flugstillingu áður en hægt er að hefja kennslustundina. Hún kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða og saknar þess að kennarasambandið tjái sig um málið. 

Upplifir sig sem flugfreyju í kennslustundum

PISA 2022 | 10. desember 2023

Brynhildur Einarsdóttir framhaldsskólakennari.
Brynhildur Einarsdóttir framhaldsskólakennari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kennari til 25 ára segir öldina allt aðra eftir að samfélagsmiðlarnir stálu athygli fólks. Nú upplifir hún sig sem flugfreyju í upphafi kennslustundar sem minnir nemendur á að setja símana á flugstillingu áður en hægt er að hefja kennslustundina. Hún kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða og saknar þess að kennarasambandið tjái sig um málið. 

Kennari til 25 ára segir öldina allt aðra eftir að samfélagsmiðlarnir stálu athygli fólks. Nú upplifir hún sig sem flugfreyju í upphafi kennslustundar sem minnir nemendur á að setja símana á flugstillingu áður en hægt er að hefja kennslustundina. Hún kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða og saknar þess að kennarasambandið tjái sig um málið. 

Brynhildur Einarsdóttir framhaldsskólakennari segir í samtali við mbl.is að fráleitt sé að reyna að greina gengi nemenda í Pisa-könnuninni án þess að spyrja þá nemendur sem tóku prófið hvað væri að. Tók hún það því í eigin hendur og segir algjöran samhljóm um að símarnir og samfélagsmiðlarnir séu svarið. 

Í stöðugri samkeppni við snjallsímann

Brynhildur segist eiga í stanslausri samkeppni við snjallsímana í kennslustundum, það sé vegna þess að nemendur standast ekki freistinguna að kíkja í símana sína á meðan á kennslustund stendur. Um sé að ræða mikla og hraða breytingu sem hefur átt sér stað síðan árið 2007, eða frá því að samfélagsmiðlar fóru í loftið. 

Stöðu sinnar vegna hefur hún lagt mikið kapp á að kynna sér hvaða áhrif snjallsímar hafa í kennslustofunni. Kveðst hún hafa kynnt sér rannsóknir sem sýna að það skipti litlu hvort símar nemenda sú uppi við eða ofan í tösku, þeir þurfi að vera geymdir frammi, til að trufla ekki athygli nemenda. 

„Síminn öskrar á þau! Þau eru svo þreytt á þessu.“

„Þau vilja að þetta sé bannað inni í kennslustundinni“

Í því samhengi spyr blaðamaður hvort þeir nemendur sem hún hefur rætt við séu fylgjandi því að sett verði símabann og Brynhildur svarar játandi. 

„Þau vilja að þetta sé bannað inni í kennslustofunni,“ segir hún en leggur áherslu á að það þýði ekki að þau megi ekki nota símana sína milli kennslustunda, eða þegar þau eru að vinna verkefni. Þetta þurfi einungis að eiga við innan kennslustunda, enda til að nemendurnir geti meðtekið þá innlögn eða þekkingu sem kennarinn er að miðla hverju sinni. 

„Enginn kennari á að þurfa að vera í samkeppni við snjallsíma í kennslustund. Þó að þeir séu settir ofan í tösku,“ segir hún og kallar eftir því að settir verði upp litlir læstir skápar fyrir utan kennslustofurnar, þar sem nemendur geti læst símana sína inni á meðan á kennslustund stendur. 

Spurð hvers vegna ekki hafi verið brugðist við segir Brynhildur mikla meðvirkni ríkja gagnvart vandanum. 

„Við viljum ekki viðurkenna þennan vanda, verðum meðvirk með ástandinu.“

Endurvekja samræmdu prófin 

Á sama tíma og Brynhildur kallar eftir því að tekið verði á símanotkun í kennslustundum, leggur hún til að samdæmdu prófin verði aftur lögð fyrir nemendur. Hún segir mikilvægt að hafa mælieiningar til að meta árangur milli ára og sjá hvað þarf að bæta. 

„Gekk okkur vel eða gekk okkur illa? Ef ekki þá getum við skoðað hvað það er sem veldur niðurstöðunni en líka til að við höfum mælieiningu sem segir okkur á hvað þarf að leggja áherslu og hjá hvaða hópi.“

Öðruvísi sé ekki hægt að fylgjast með því hvar nemendur eru staddir námslega til að grípa nægilega snemma inn í, enda eigi það ekki að vera þannig að nemendur séu búnir að vera í grunnskóla í tíu ár, en útskrifist án þeirrar grunnhæfni sem lagt er upp með. 

mbl.is