Sala á barnabókum tók kipp

PISA 2022 | 19. febrúar 2024

Sala á barnabókum tók kipp

Umskipti virðast hafa orðið í sölu á barnabókum eftir að fréttir bárust af lökum árangri íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni seint á síðasta ári. Salan hafði dregist saman frá fyrri hluta síðasta árs en tók kipp síðla árs. Þetta staðfesta sölutölur og upplýsingar frá starfsfólki bókaverslana að sögn Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bóka­útgefenda. Undir þetta tekur Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.

Sala á barnabókum tók kipp

PISA 2022 | 19. febrúar 2024

Sala á prentuðum bókum jókst í fyrra þvert á væntingar.
Sala á prentuðum bókum jókst í fyrra þvert á væntingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umskipti virðast hafa orðið í sölu á barnabókum eftir að fréttir bárust af lökum árangri íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni seint á síðasta ári. Salan hafði dregist saman frá fyrri hluta síðasta árs en tók kipp síðla árs. Þetta staðfesta sölutölur og upplýsingar frá starfsfólki bókaverslana að sögn Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bóka­útgefenda. Undir þetta tekur Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.

Umskipti virðast hafa orðið í sölu á barnabókum eftir að fréttir bárust af lökum árangri íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni seint á síðasta ári. Salan hafði dregist saman frá fyrri hluta síðasta árs en tók kipp síðla árs. Þetta staðfesta sölutölur og upplýsingar frá starfsfólki bókaverslana að sögn Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bóka­útgefenda. Undir þetta tekur Ingimar Jónsson forstjóri Pennans.

„Barnabækur seldust í fleiri eintökum árið 2023 en 2022 og freistandi er að draga þá ályktun að slakur árangur okkar sem birtist í niðurstöðum í PISA í byrjun desember 2023 og lífleg umræða í framhaldi af því hafi haft hér einhver áhrif.

Það var fínt að PISA minnti okkur á það hlutverk allra foreldra að halda bókum að börnum. Rannsóknir sýna að lesskilningur og bókmenntaáhugi barna getur skipt máli fyrir velferð þeirra í lífinu,“ segir Heiðar Ingi.

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á uppgjör jólabókaflóðsins. Útlit er fyrir að sala á prentuðum bókum hafi aukist á milli ára, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þróunina síðustu ár þegar mestur vöxtur hefur verið í hljóðbókum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is