Segja hermenn hafa barið sig og niðurlægt

Ísrael/Palestína | 12. mars 2024

Segja hermenn hafa barið sig og niðurlægt

Heilbrigðisstarfsfólk á Gasa segir hermenn Ísraelshers hafa barið sig og niðurlægt eftir að herinn gerði áhlaup á sjúkrahús þess í síðasta mánuði. Starfsfólkið segir hermennina m.a. hafa bundið fyrir augu sín, neytt sig til að afklæðast og haldið sér gegn sínum vilja.

Segja hermenn hafa barið sig og niðurlægt

Ísrael/Palestína | 12. mars 2024

Eyðilegging við Nasser-spítalann og nágrenni í Khan Yunis.
Eyðilegging við Nasser-spítalann og nágrenni í Khan Yunis. AFP

Heilbrigðisstarfsfólk á Gasa segir hermenn Ísraelshers hafa barið sig og niðurlægt eftir að herinn gerði áhlaup á sjúkrahús þess í síðasta mánuði. Starfsfólkið segir hermennina m.a. hafa bundið fyrir augu sín, neytt sig til að afklæðast og haldið sér gegn sínum vilja.

Heilbrigðisstarfsfólk á Gasa segir hermenn Ísraelshers hafa barið sig og niðurlægt eftir að herinn gerði áhlaup á sjúkrahús þess í síðasta mánuði. Starfsfólkið segir hermennina m.a. hafa bundið fyrir augu sín, neytt sig til að afklæðast og haldið sér gegn sínum vilja.

Frá þessu lýsti heilbrigðisstarfsfólkið í viðtali við BBC.

Ahmed Abu Sabha, læknir við Nasser-sjúkrahúsið, var í haldi í viku. Á þeim tíma var hundum sigað á hann og hönd hans brotin af ísraelskum hermanni.

Tveir aðrir starfsmenn, sem vildu ekki koma fram undir nafni, segjast hafa verið niðurlægðir og barðir. Köldu vatni hafi verið hellt yfir þá og þeir neyddir til að krjúpa í óþægilegri stellingu í margar klukkustundir. Þá var þeim haldið af hermönnum í marga daga áður en þeim var loks sleppt. 

Báru ásakanirnar undir IDF

BBC kveðst hafa borið ásakanirnar undir Ísraelsher (IDF) sem hafi þvertekið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk hafi orðið fyrir skaða í aðgerðum hersins.

BBC segir herinn þó hvorki hafa neitað sérstaklega þeim ásökunum er vörðuðu lýsingar starfsfólksins né svarað spurningum um ásakanirnar.

Gíslum hafi verið haldið á spítalanum

Herinn gerði áhlaup á Nasser-spítalann í borginni Khan Yunis 15. febrúar. Herinn sagðist vera með upplýsingar undir höndum sem sýndu fram á að hryðjuverkamenn Hamas héldu til á spítalanum. 

Þá sagði herinn að gíslum, sem Hamas tóku í hryðjuverkunum 7. október, hefði verið haldið á spítalanum. Þess ber að geta að sumir gíslar hafa sagt opinberlega að þeim hafi verið haldið á sjúkrastofnuninni.

Hamas hefur þvertekið fyrir að starfa innan veggja sjúkrastofnana.

Ýmsar refsingar

Myndefni sem tekið var í laumi á spítalanum 16. febrúar, daginn sem heilbrigðisstarfsfólkið var lokað inni, var deilt með BBC.

Þar má m.a. sjá karlmenn, sem búið var að afklæða, krjúpa með hendur fyrir aftan höfuðið fyrir framan bráðamóttöku spítalans. 

Læknirinn Abu Sabha segir herinn hafa beitt fólk ýmsum refsingum. Sumir hafi verið neyddir til að standa í marga klukkutíma, fólk var látið liggja á maganum löngum stundum og mat haldið frá því.

mbl.is