Skutu yfir 100 flugskeytum að Ísraelsher

Ísrael/Palestína | 12. mars 2024

Skutu yfir 100 flugskeytum að Ísraelsher

Hisbollah-samtökin skutu í morgun yfir 100 flugskeytum á svæði Ísraelshers í hefndarskyni vegna árásar Ísraela á austurhluta Líbanons í gær sem varð einum að bana.

Skutu yfir 100 flugskeytum að Ísraelsher

Ísrael/Palestína | 12. mars 2024

Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraelshers á suðurhluta Líbanons á …
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraelshers á suðurhluta Líbanons á sunnudaginn. AFP/Rabih Daher

Hisbollah-samtökin skutu í morgun yfir 100 flugskeytum á svæði Ísraelshers í hefndarskyni vegna árásar Ísraela á austurhluta Líbanons í gær sem varð einum að bana.

Hisbollah-samtökin skutu í morgun yfir 100 flugskeytum á svæði Ísraelshers í hefndarskyni vegna árásar Ísraela á austurhluta Líbanons í gær sem varð einum að bana.

Hisbollah, sem eru samherji Hamas-samtakanna og með bækistöðvar í Líbanon, hafa skipst á árásum við Ísrael yfir landamærin síðan átökin á Gasasvæðinu hófust í október.

Nýlega hafa þó nokkur flugskeyti Ísraela lent á svæðum Hisbollah lengra í norðri með tilheyrandi ótta um að átökin breiðist út.

Liðsmenn Hisbollah bera kistur fjögurra úr sömu fjölskyldu sem létust …
Liðsmenn Hisbollah bera kistur fjögurra úr sömu fjölskyldu sem létust eftir loftárás Ísraelshers fyrr í mánuðinum. AFP/Hassan Fneich

Gert til að bregðast við árásum

Hisbollah skaut „yfir eitt hundrað katjúsja-flugskeytum” í morgun í átt að tveimur bækistöðvum hersins á Gólanhæðum, að því er samtökin sögðu í yfirlýsingu.

Þetta var gert „til að bregðast við árásum Ísraela á fólkið okkar, þorp og borgir, síðast skammt frá borginni Baalbek þar sem einn ríkisborgari var drepinn”, sögðu þau einnig.

mbl.is