Vill að Ísraelar gangi til kosninga á ný

Ísrael/Palestína | 14. mars 2024

Vill að Ísraelar gangi til kosninga á ný

Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, vill að efnt verði til nýrra kosninga í Ísrael. Hann sakar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að setja pólitískan feril sinn í forgang yfir landið.

Vill að Ísraelar gangi til kosninga á ný

Ísrael/Palestína | 14. mars 2024

Hinn 73 ára Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, hefur lengi …
Hinn 73 ára Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, hefur lengi stutt Ísrael en nú vill hann Netanjahú burt. AFP

Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, vill að efnt verði til nýrra kosninga í Ísrael. Hann sakar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að setja pólitískan feril sinn í forgang yfir landið.

Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, vill að efnt verði til nýrra kosninga í Ísrael. Hann sakar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að setja pólitískan feril sinn í forgang yfir landið.

Schumer, sem er Demókrati og æðsti embættismaður af gyðingauppruna í Bandaríkjunum, hefur lengi verið stuðningsmaður Ísraels og Bandaríkin hafa um áratugi verið helsti bandamaður Ísraela.

En í dag hélt þingmaðurinn ræðu í þinginu þar sem hann gagnrýndi Netanjahú fyrir að hindra frið í Miðausturlöndum og sagði að þörf væri á nýrri forystu í Ísrael.

„Á þessum tímamótum tel ég að nýjar kosningar séu eina leiðin til að koma á heilbrigðu og opnu ákvarðanatökuferli um framtíð Ísraels, á tímum þegar svo margir Ísraelar hafa misst trúna á sýn og stefnu ríkisstjórnar sinnar,“ sagði Schumer í ræðunni.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Ronen Zvulun

Harðasta gagnrýnin hingað til

Margir ráðamenn úr röðum Demókrata hafa í auknu mæli fordæmt forystu Netanjahús. Jafnvel Joe Biden Bandaríkjaforseti, sem hefur að miklu leyti forðast að gagnrýna Ísrael, hefur sagt að árásir Ísraelshers á Gasa gangi of langt.

En ræðu Schumers ber að líta sem harkalegustu gagnrýni sem komið hefur frá nokkrum bandarískum ráðamanni frá því að stríðið hófst – þar sem Ísraelar eru í raun hvattir til þess að skipta Netanjahú út fyrir nýjan leiðtoga.

„Ég trúi því í hjarta mínu að öryggi Ísraels sé í forgangi hjá honum,“ sagði Schumer. „Ég tel aftur á móti að Netanjahú forsætisráðherra hafi misst marks með því að láta pólitíska lífsafkomu sína ganga framar hagsmunum Ísraels.“

Schumer hélt áfram: „Hann hefur verið of viljugur til að láta mannfallið á Gasa viðgangast, sem þrýstir stuðningi við Ísrael á heimsvísu í sögulegt lágmark.“

mbl.is