Finnar hefja aftur greiðslur til UNRWA

Ísrael/Palestína | 22. mars 2024

Finnar hefja aftur greiðslur til UNRWA

Finnar ætlar að hefja aftur greiðslur sínar til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Finnar hefja aftur greiðslur til UNRWA

Ísrael/Palestína | 22. mars 2024

Neyðarástand hefur ríkt á Gasasvæðinu.
Neyðarástand hefur ríkt á Gasasvæðinu. AFP

Finnar ætlar að hefja aftur greiðslur sínar til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Finnar ætlar að hefja aftur greiðslur sínar til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Ráðherra utanríkisviðskipta og þróunarmála, Ville Tavio, greindi frá þessu.

Finnland stöðvaði árlegar greiðslur sínar upp á fimm milljónir evra, eða tæpar 770 milljónir króna, til samtakanna eftir ásakanir Ísraels um að 12 af 30 þúsund starfsmönnum þeirra hefðu tengst árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október þar sem um 1.160 manns voru drepnir.

Fimmtán þjóðir, þar á meðal Bretland, Þýskaland, Japan og Bandaríkin gerðu hlé á greiðslum sínum af þessum sökum.

Ástralía, Kanada, Svíþjóð og Ísland eru á meðal þeirra þjóða sem hafa ákveðið að hefja greiðslurnar á nýjan leik.

mbl.is