Aflýsir heimsókn og segir Bandaríkin gefa Hamas von

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Aflýsir heimsókn og segir Bandaríkin gefa Hamas von

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sendinefndar ríkisins til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna.

Aflýsir heimsókn og segir Bandaríkin gefa Hamas von

Ísrael/Palestína | 25. mars 2024

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sendinefndar ríkisins til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sendinefndar ríkisins til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna.

Þetta gerir hann eftir að Bandaríkin sátu hjá við atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt var að krefjast tafarlauss vopnahlés í Gasa.

Skemmi fyrir baráttu Ísraels

Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans segir að hjásetan skemmi fyrir baráttu Ísraels við hryðjuverkasamtökin Hamas og tilraunum til að frelsa gíslana sem eru í haldi þeirra.

„Þetta gefur Hamas von um að alþjóðlegur þrýstingur muni leyfa þeim að samþykkja vopnahlé án þess að frelsa þá sem teknir voru,“ er haft eftir Netanjahú.

mbl.is