Skýrt að ríkisbanki eigi ekki að kaupa TM

Landsbankinn kaupir TM | 5. apríl 2024

Skýrt að ríkisbanki eigi ekki að kaupa TM

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að ekkert hafi breyst varðandi stefnu ríkisins um möguleg kaup Landsbankans á TM. Það sé andstætt eigendastefnu ríkisins að kaupa tryggingafélag og að þar sé hvergi talað um það að ríkisbanki eigi að auka umsvif sín. 

Skýrt að ríkisbanki eigi ekki að kaupa TM

Landsbankinn kaupir TM | 5. apríl 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að ekkert hafi breyst varðandi stefnu ríkisins um möguleg kaup Landsbankans á TM. Það sé andstætt eigendastefnu ríkisins að kaupa tryggingafélag og að þar sé hvergi talað um það að ríkisbanki eigi að auka umsvif sín. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að ekkert hafi breyst varðandi stefnu ríkisins um möguleg kaup Landsbankans á TM. Það sé andstætt eigendastefnu ríkisins að kaupa tryggingafélag og að þar sé hvergi talað um það að ríkisbanki eigi að auka umsvif sín. 

Hún tjáir sig ekki að öðrum leyti um það ferli sem leiddi til þess að Landsbankinn fékk kauptilboð samþykkt í TM. Hún muni bíða eftir viðbrögðum Bankasýslunnar í næstu viku áður en hún tjáir sig frekar.  

Bankasýslan hefur sagt að hún hafi ekki verið meðvituð um kaupin en Landsbankinn svaraði fullum hálsi í greinagerð þar sem segir að hún hafi ítrekað verið upplýst um áformin.

„Ég hef tjáð mig með skýrum hætti, bæði opinberlega og á fundi. Ég er ennþá sömu skoðunar. Það skiptir máli hver stefna eigandans er og eigendastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum er sömuleiðis skýr um það að þar er hvergi talað um ríkisbanki eigi að auka umsvif sín og eigi að kaupa tryggingafélag,“ segir Þórdís. 

Hins vegar er talað um það þar að selja eigi meirihluta Landsbankans. Hún segir þó í forgangi að selja Íslandsbanka fyrst.

Hún segir vissulega mikilvægt að fara yfir ferlið sem leiddi til þess að Landsbankinn gerði tilboð sem svo var samþykkt.

„Eftir stendur grundvallaratriðið sem er sú spurning hvort að ríkisbanki eigi að kaupa tryggingafélag eða ekki. Um það snýst prinsippið,“ segir Þórdís.

Málinu er ekki lokið 

Nú gaf bankinn frá sér greinagerð þar sem hann tilgreinir að Bankasýslan hafi ítrekað verið upplýst um áformin. Var það svo að þér bárust aldrei upplýsingar um áform bankans?

„Fyrirkomulagið er þannig að bankaráð Landsbankann á með formlegum og skýrum hætti að hafa samskipti við bankasýsluna. Bankinn hefur sent frá sér sín svör og Bankasýslan mun svara því. Í framhaldinu er hægt að meta næstu skref. En það er þó ljóst að málinu er ekki lokið,“ segir Þórdís Kolbrún.  

mbl.is