Hefðu átt að tryggja baklandið

Landsbankinn kaupir TM | 20. mars 2024

Hefðu átt að tryggja baklandið

„Bankaráð Landsbankans hefði átt að gera ráð fyrir því að tryggja baklandið áður en farið er út í meiriháttar ráðstafanir. Að því sögðu þá er þetta líka fullkomlega dómgreindarlaust að ríkisfyrirtæki leggi út í svona vegferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við ViðskiptaMoggann þegar hann er spurður um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM.

Hefðu átt að tryggja baklandið

Landsbankinn kaupir TM | 20. mars 2024

Páll Rúnar telur að kaupsamningurinn hljóti að vera gerður með …
Páll Rúnar telur að kaupsamningurinn hljóti að vera gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar.

„Bankaráð Landsbankans hefði átt að gera ráð fyrir því að tryggja baklandið áður en farið er út í meiriháttar ráðstafanir. Að því sögðu þá er þetta líka fullkomlega dómgreindarlaust að ríkisfyrirtæki leggi út í svona vegferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við ViðskiptaMoggann þegar hann er spurður um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM.

„Bankaráð Landsbankans hefði átt að gera ráð fyrir því að tryggja baklandið áður en farið er út í meiriháttar ráðstafanir. Að því sögðu þá er þetta líka fullkomlega dómgreindarlaust að ríkisfyrirtæki leggi út í svona vegferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við ViðskiptaMoggann þegar hann er spurður um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM.

Samningur háður fyrirvara

Bankasýsla ríkisins sagði í bréfi til bankaráðs Landsbankans frá vonbrigðum sínum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf ráðsins varðandi málið. Í kjölfarið var í gær ákveðið að fresta aðalfundi bankans um fjórar vikur vegna kaupanna, eða til 19. apríl nk., en fundurinn átti upphaflega að fara fram í dag.

Páll Rúnar telur að kaupsamningurinn hljóti að vera gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Þá segir Páll Rúnar að Landsbankinn sé ekki bundinn af samningi við Kviku sem er andstæður vilja hluthafa. „Enn fremur held ég að það sé mikill tilkostnaður við svona viðræðuferli og mikil sóun á hagsmunum allra sem eiga aðkomu að málinu,“ segir Páll Rúnar.

Ekki breiður hluthafahópur

Hann álítur aðspurður að bankaráðið hafi ekki endilega skort umboð til að ganga til viðræðna við Kviku banka án samþykkis frá Bankasýslu ríkisins. „En í ljósi þess að hluthafahópurinn í bankanum er ekkert sérstaklega breiður átti að gera ráð fyrir að tryggja baklandið áður en farið er með viðræðunar á það stig að bankinn geri skuldbindandi kaupsamning,“ segir Páll Rúnar.

Spurður um mögulegan kostnað bankans ef ekki verður af kaupum telur lögmaðurinn að fyrirtækin sem hlut eiga að máli hafi þegar eytt töluverðum tíma og fjármunum í viðræðurnar. „Það fara umtalsverðir fjármunir og tími í ýmiss konar sérfræðiráðgjöf í svona söluferli. Væntanlega fer sú fyrirhöfn og fjárfesting í vaskinn ef samkomulaginu verður hafnað,“ bendir Páll Rúnar á að lokum.

mbl.is