Ekki á leið til útlanda

Forsetakosningar 2024 | 12. maí 2024

Ekki á leið til útlanda

Flestir þeirra forsetaframbjóðenda sem mælast með mest fylgi ætla að halda sig heima á Íslandi í kosningabaráttunni. 

Ekki á leið til útlanda

Forsetakosningar 2024 | 12. maí 2024

Þessir frambjóðendur eru ekki á leið erlendis.
Þessir frambjóðendur eru ekki á leið erlendis. Samsett mynd/mbl.is./Eggert/Kristinn/Arnþór

Flestir þeirra forsetaframbjóðenda sem mælast með mest fylgi ætla að halda sig heima á Íslandi í kosningabaráttunni. 

Flestir þeirra forsetaframbjóðenda sem mælast með mest fylgi ætla að halda sig heima á Íslandi í kosningabaráttunni. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hélt Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi fund í Kaupmannahöfn í Danmörku í dag. 

mbl.is hafði samband við framboð þeirra fimm frambjóðenda sem hafa mælst með mest fylgi, fyrir utan Höllu Hrund, og spurði hvort útlandaferð væri á dagskrá.

Netfundir vinsælir

Samkvæmt upplýsingum frá framboði Katrínar Jakobsdóttur er óvíst hvort hún fari erlendis, en Katrín verður með fund í beinu streymi, sem er hugsaður fyrir Íslendinga sem búa erlendis, 14. maí kl. 18.

Janus Arn Guðmundsson, sem er í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar, býst ekki við því að Baldur haldi fund erlendis. „Það var hugmynd um að senda hann út, en þetta hefur ekki komist inn í dagskrána. Ég geri ekki ráð fyrir því héðan af að við gerum það, en það er samt smá möguleiki,“ segir Janus í samtali við mbl.is.

Baldur var þó í beinu streymi í dag kl. 15. Fundurinn var sérstaklega ætlaður Íslendingum sem búa erlendis. Janus segir að mögulega verði fleiri netfundir haldnir.

Nýr forseti verður kjörinn 1. júní.
Nýr forseti verður kjörinn 1. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt upplýsingum frá framboði Jóns Gnarr er mjög ólíklegt að hann geri sér ferð til útlanda, enda sé hann í fullri vinnu meðfram því að vera forsetaframbjóðandi.

Jón er með opinn fund sem hófst klukkan 20 í Aðalstræti 11 í miðbæ Reykjavíkur, en fundurinn er einnig í beinu streymi.

Arnar Þór Jónsson segist hafa íhugað að halda fundi erlendis en sér ekki fyrir sér að gera það vegna tímaskorts. Þá kveðst hann ætla halda fundi í beinu streymi fyrir Íslendinga erlendis á næstu vikum. 

Halla Tómasdóttir er heldur ekki á leið til útlanda, en hún er með fundi í beinu streymi á hverjum þriðjudegi. Þá hefur hún einnig haldið aðra fundi í beinu streymi sem hún auglýsir sérstaklega á Facebook-síðu sinni.

mbl.is