Fylgi frambjóðenda komið á fleygiferð

Forsetakosningar 2024 | 13. maí 2024

Fylgi frambjóðenda komið á fleygiferð

Mikil hreyfing er enn á fylgi við forsetaframbjóðendur samkvæmt nýj­ustu vikulegri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í aðdraganda forsetakjörs.

Fylgi frambjóðenda komið á fleygiferð

Forsetakosningar 2024 | 13. maí 2024

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil hreyfing er enn á fylgi við forsetaframbjóðendur samkvæmt nýj­ustu vikulegri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í aðdraganda forsetakjörs.

Mikil hreyfing er enn á fylgi við forsetaframbjóðendur samkvæmt nýj­ustu vikulegri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í aðdraganda forsetakjörs.

Fylgi allra fjögurra efstu frambjóðenda minnkaði milli vikna, en á hinn bóginn reisti Halla Tómasdóttir forstjóri sig verulega og getur hæglega blandað sér í toppbaráttuna.

Halla Hrund tapar fylgi

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri tapaði töluverðu fylgi í vikunni samkvæmt könnuninni, fór úr tæplega 30% niður í 26%, eftir að hafa aukið fylgi sitt ákaflega ört liðnar vikur.

Næst kemur Katrín Jakobsdóttir fv. forsætisráðherra með 19,2% en skammt undan Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor með 17,9%. Bæði misstu þau fylgi líkt og Jón Gnarr leikari, sem mældist með 13,8% fylgi.

Tvöfaldar rúmlega fylgi sitt

Fast á hæla honum kemur hins vegar Halla Tómasdóttir forstjóri, sem fékk 12,5% fylgi, meira en tvöfalt það sem hún hefur notið undanfarnar vikur. Ekki er annað að sjá en að Halla Tómasdóttir taki fylgi af öllum fjórum fyrrnefndum frambjóðendum, sem verið hafa í forystu undanfarnar vikur.

Hins vegar er eftirtektarvert að þegar spurt er um hver menn haldi að vinni, frekar en hver þeir vilji að vinni, þá telja rúm 70% að hin raunverulega barátta standi milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur.

Framhald:

mbl.is